Uppeldis- og menntunarfræði

Skóli margbreytileikans - Menntun og manngildi í kjölfar Salamanca

Editor/s Author/s: 
Dóra S. Bjarnason, Hermína Gunnþórsdóttir og Ólafur Páll Jónsson

Árið 1994 komu saman fulltúrar 92 ríkisstjórna og 25 félagasamtaka í borginni Salamanca á Spáni á heimsráðstefnu um menntun barna með sérþarfir. Á ráðstefnunni var samþykkt yfirlýsing sem átti eftir að marka tímamót í skólamálum.

Published: 
2016
Pages: 
376
ISBN: 
978-9935-23-126-0
Work number: 
U201625
Price: 
6900

Leikum, lærum, lifum

Editor/s Author/s: 
Kristín Karlsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir

Í opinberri menntastefnu á Íslandi er lögð áhersla á að leikur sé helsta námsleið leikskólabarna. Um leið er leikurinn frjáls og hefur tilgang í sjálfum sér.
Í þessari bók er greint frá starfendarannsóknum sem gerðar voru hér á landi til að varpa ljósi á hvernig leikskólakennarar geti náð því markmiði að tengja leik við námssvið leikskólans og grunnþætti menntunar sem sett eru fram í aðal- námskrá leikskóla. Lýst er starfendarannsóknum í fimm leikskólum en þær snerust um vellíðan, sköpun, lýðræði, sjálfbærni og læsi.

Published: 
2016
Pages: 
271
ISBN: 
978-9935-23-125-3
Work number: 
U201616
Price: 
5900

Tímarit um menntarannsóknir 10. árg. 2013

Editor/s Author/s: 
Sigurlína Davíðsdóttir
Published: 
2014
Pages: 
187
ISBN: 
978-9935-23-029-4
Work number: 
U201344
Price: 
2500

Á sömu leið

Editor/s Author/s: 
Bryndís Garðarsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir

Það eru mikilvæg skref í lífi barna þegar þau hætta í leikskóla og hefja grunnskólagöngu. Á þeim tímamótum hafa börn þegar aflað sér reynslu sem skiptir máli í áframhaldandi námi þeirra. Því er mikilvægt að sú þekking og færni sem þau hafa tileinkað sér í leikskólanum nýtist þeim í grunnskólanum.
Hvernig er hægt að auka tengslin milli þessara skólastiga og skapa samfellu í námi barna? Þessi spurning er meiginumfjöllunarefni bókarinnar Á sömu leið. Greint er frá niðurstöðum samstarfsrannsóknar kennara í leik- og grunnskólum og rannsakenda og stúdenta við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Published: 
2013
Pages: 
173
ISBN: 
978-9935-23-022-5
Work number: 
U201337
Price: 
4900

Lífsfylling

Editor/s Author/s: 
Kristín Aðalsteinsdóttir

Út er komin bók eftir Kristínu Aðalsteinsdóttur prófessor við kennaradeild HA sem ber nafnið Lífsfylling - nám á fullorðinsárum. Í bókinni segja konur og karlar, sem lokið hafa meistaranámi í menntunarfræði í háskólum, hér á landi eða erlendis, frá reynslu sinni af náminu; áhugahvötinni, kennslunni og leiðsögninni sem þau fengu, hvernig þeim leið á meðan á náminu stóð og hvaða ávinning þau höfðu af náminu. Bókinni er ætlað að auka skilning nemenda og kennara á þörfum nemenda sem stunda framhaldsnám í háskóla.

Published: 
2013
Pages: 
196
ISBN: 
978-9935-437-10-5
Work number: 
U201311
Price: 
3900

Raddir barna

Editor/s Author/s: 
Jóhanna Einarsdóttir og Bryndís Garðarsdóttir

Í samningi sameinuðu þjóðanna um rétt barnsins er lögð áhersla á að ung börn séu sjálfstæðir borgarar með viiðhorf sem taka beri alvarlega. Þau hafi rétt á að láta í ljósi skoðanir sínar og séu hæf til að gefa upplúsingar um eigin reynslu og skoðanir. Skilningur á viðhorfum barna er því afar mikilvægur við stefnumörkun í menntamálum og þróun skólastafs og er bókin framlag í þann brunn.

Published: 
2012
Pages: 
203
ISBN: 
978-9979-54-973-4
Work number: 
U201222
Price: 
4900

John Dewey í hugsun og verki - Menntun, reynsla og lýðræði

Editor/s Author/s: 
Jóhanna Einarsdóttir og Ólafur Páll Jónsson

John Dewey í hugsun og verki er safn frumsaminna greina auk þýðinga á nokkrum greinum Deweys. Undirtitillinn er samsettur úr þremur lykilhugtökum í hugmyndafræði hans: menntun, reynslu og lýðræði. Efnistökin eru ólík, sumir kaflarnir eru heimspekilegir, aðrir eru á sviði menntunarfræði og í enn öðrum er leitast við að setja hugmyndir Deweys í samhengi við skólastarf í íslenskum leik- og grunnskólum við upphaf 21. aldar.

Published: 
2011
Pages: 
228
ISBN: 
978-9979-54-884-3
Work number: 
U201030
Price: 
3900 - kilja

Tálmar og tækifæri

Editor/s Author/s: 
Gretar L. Marinósson, ritstjóri
Njóta nemendur með þroskahömlun sambærilegrar menntunar á við ófatlaða nemendur? Hvaða kröfur eru gerðar til þeirra í námi og hegðun? Hvernig er kennslan, námsskipulagið og námsmatið? Hvernig er félagslegum samskiptum nemenda háttað? Hvert er samstarf skóla við foreldra, sérfræðinga og aðrar stofnanir? Hvernig er staðið að undirbúningi undir starf? Hvernig skilja starfsmenn og foreldrar námsmöguleika nemenda með þroskahömlun? 
Published: 
2008
Pages: 
301
ISBN: 
978-9979-54-780-8
Work number: 
U200739
Price: 
ISK 3900 - Kilja

Tálmar og tækifæri

Editor/s Author/s: 
Gretar L. Marinósson, ritstjóri
Njóta nemendur með þroskahömlun sambærilegrar menntunar á við ófatlaða nemendur? Hvaða kröfur eru gerðar til þeirra í námi og hegðun? Hvernig er kennslan, námsskipulagið og námsmatið? Hvernig er félagslegum samskiptum nemenda háttað? Hvert er samstarf skóla við foreldra, sérfræðinga og aðrar stofnanir? Hvernig er staðið að undirbúningi undir starf? Hvernig skilja starfsmenn og foreldrar námsmöguleika nemenda með þroskahömlun? 
Published: 
2008
Pages: 
301
ISBN: 
978-9979-54-780-8
Work number: 
U200739
Price: 
ISK 3900 - Kilja

Sjónarmið barna og lýðræði í leikskólastarfi

Editor/s Author/s: 
Ritstj Jóhanna Einarsdóttir/Bryndís Garðarsdóttir

Með rannsóknum á þroska og námi barna hefur verið sýnt fram á að ung börn búa yfir mikilli getu og eru fær um að láta í ljós skoðanir sínar á málefnum sem þau varða.  Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er viðurkenndur réttur barna til að hafa áhrif á tilveru sína og að á þau sé hlustað.  Þetta hefur leitt til aukinnar áherslu á lýðræði í skólastarfi þar sem raddir barna hafi hljómgrunn og virðing er borin fyrir sjónarmiðum þeirra og hæfni til að taka ákva

Published: 
2008
Pages: 
163
ISBN: 
978-9979-54-821-8
Work number: 
U200856
Price: 
ISK 4490 - Kilja
Syndicate content