Lemmatized Index To The Icelandic Homily Book

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Andrea de Leeuw van Weenen
Bókin hefur að geyma lemmaðan orðalista yfir allan texta Íslensku hómilíubókarinnar í Stokkhólmi, en Hómilíubókin kom út ljósprentuð í ritröðinni Íslensk handrit í 4to hjá Árnastofnun árið 1994 og annaðist dr. Andrea útgáfuna. Handritið sem nefnt hefur verið Íslenska hómilíubókin er skrifað um aldamótin 1200 og er elsta heillega rit sem varðveitt er á íslensku. Orðalistinn sýnir allar rit- og beygingarmyndir þeirra orða sem fyrir koma í þessu forna handriti, en um það hafði Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn þessi orð: “Sú bók má heita meginstoð undir þekkingu vorri á íslenskri tungu um þær mundir sem Jón Loftsson var aldraður maður í Odda, og er ærið fornleg bæði að stafsetningu, beygingum og orðfæri ... óvíða flóa lindir íslenzks máls tærari en í þessari gömlu bók, og er sá íslenzkur rithöfundur sem ekki hefur þaullesið hana, litlu betur undir starf sitt búinn en sá prestur sem enn á ólesna fjallræðuna”. (Handritaspjall, 1958, bls. 16). Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi Rit 61
Útgáfuár: 
2004
Blaðsíðufjöldi: 
204
ISBN: 
9979-819-87-1
Verknúmer: 
U200422
Price: 
ISK 3500 - Kilja