Evrópusamruninn og Ísland

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Eiríkur Bergmann Einarsson

Leiðarvísir um samrunaþróun Evrópu og stöðu Íslands í evrópsku samstarfi 

Hér er reynt að greina hismið frá kjarnanum í Evrópuumræðunni og veita lesendum heildstætt yfirlit í aðgengilegum texta yfir þetta mikilvæga hagsmunamál íslensku þjóðarinnar. 
Höfuðmarkmið bókarinnar er að veita almennt yfirlit yfir samrunaþróun Evrópu og greina stöðu Íslands í evrópsku samstarfi. Í bókinni leiðir höfundur lesendur í gegnum samstarf Evrópuríkja í sameiginlegum stofnunum frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýrir um leið tengsl Íslands við evrópskt samstarf á sama tímabili. Jafnframt er greint frá helstu möguleikum Íslands í Evrópusamstarfi til framtíðar. Fjallað er um sögu, uppbyggingu og framtíðarþróun Evrópusambandsins, því næst um stöðu Íslands í Evrópusamstarfi í gegnum, Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA), Evrópska efnahagssvæðið (EES) og Schengen-landamærasamstarfið, auk þess sem reynt verður að greina Evrópuumræðuna eins og hún birtist á Íslandi. Loks er svo fjallað um þær breytingar sem Evrópusambandsaðild hefði í för með sér á Íslandi; fjallað er um fullveldismál, efnahagsmál og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál.

Útgáfuár: 
2003
Blaðsíðufjöldi: 
203
ISBN: 
9979-54-557-7
Verknúmer: 
U200335
Verð: 
ISK 3490 - Harðspjaldabók // ISK 2900 - Kilja