Háskóli Íslands

Félagsfræði rótfestunnar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Enriques del Acebo Ibáñez
Verð: 
ISK 3500 - Kilja
Háskóli Íslands

Kenningar um uppruna og eðli borgarsamfélagsins 

Í bókinni „Félagsfræði rótfestunnar: Kenningar um uppruna og eðli borgarsamfélagsins“ gerir höfundurinn grein fyrir þróun borgarsamfélaga sem fyrirbæri nútímans en um leið sem afsprengi fyrri samfélagshátta. Fjallað er um helstu kenningar frumkvöðla félagsfræðinnar sem snúa að þróun samfélagsins. Höfundurinn fléttar saman kenningum sínum og túlkunum um rótfestu og rótleysi við myndun borgarsamfélagsins og sýnir hvernig brautryðjendur félagsfræðinnar á 19. og 20. öld tókust á við félagslegt eðli nýja samfélagsins sem einkenndist m.a. af stórborginni. 
      Verk Enriques del Acebo Ibáñez er mikið þarfaþing fyrir íslenskt vísinda- og fræðisamfélag. Í bókinni er borgarsamfélagið greint á frumlegan hátt um leið og verk brautryðjenda félagsfræðinnar eru fléttuð inn í greiningu höfundar. Bókin var fyrst gefin út í Argentínu árið 1996 og kemur hér út í styttri útgáfu. 
       Enrique del Acebo Ibáñez er prófessor við Buenos Aires-háskóla og Salvador-háskóla í sömu borg. Hann stundaði nám í félagsfræði við Háskólann í Buenos Aires (UBA) og lauk þaðan meistaraprófi í þróunarfélagsfræði. Doktorsprófi lauk hann í félagsfræði frá Complutense-háskólanum í Madríd. Hann hefur gefið út fjöldann allan af fræðigreinum og bókum um rannsóknir sínar, bæði í Argentínu og erlendis. Auk þess hefur hann flutt fyrirlestra við Notre-Dame-háskólann í Frakklandi, UCLA og Háskóla Suður-Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem og við Carlos III-háskólann í Madríd. Hann starfar enn fremur sem sjálfstæður fræðimaður innan vébanda CONICET - Rannsóknarsjóðs argentínska ríkisins. 
       Ritstjórar eru dr. Hólmfríður Garðarsdóttir dósent í spænsku við Háskóla Íslands og dr. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við sama skóla og skrifuðu þau jafnframt aðfaraorð bókarinnar.

Blaðsíðufjöldi: 
0
Útgáfuár: 
2007
ISBN: 
978-9979-54-776-1
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200747
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is