Fjórar tilnefningar

Ég vek athygli á ríkulegri uppskeru Háskólaútgáfunnar undanfarna daga.

Þrjú verk frá Háskólaútgáfunni og eitt frá Stofnun Árna Magnússonar (sem HÚ framleiðir og dreifir) hafa nú fengið tilnefningar til verðlauna.

Þetta eru eftirfarandi bækur:

Bókabörn: Íslenskar barnabókmenntir verða til
Höfundur: Dagný Kristjánsdóttir
Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræða og rita almenns efnis
Útgefandi: Háskólaútgáfan

Rangan og Réttan – Brúðkaup – Sumar
Höfundur: Albert Camus - Þýðandi: Ásdís R. Magnúsdóttir
Tilnefning til Þýðingarverðlauna
Útgefandi: Háskólaútgáfan og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Rof – Frásagnir kvenna af fóstureyðingum
Höfundar: Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Tilnefning til Fjöruverðlauna í flokki fræðibóka og almenns efnis
Útgefandi: Háskólaútgáfan

Heiður og huggun: Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld
Höfundur: Þórunn Sigurðardóttir
Tilnefning til Fjöruverðlauna
Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar og Háskólaútgáfan