Háskóli Íslands

Fjölskyldur við aldahvörf

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sigrún Júlíusdóttir
Verð: 
ISK 3400 - Kilja
Háskóli Íslands

Náin tengsl og uppeldisskilyrði barna 

Í þessu greinasafni kennir ýmissa grasa en allar greinar bókarinnar eiga það sameiginlegt að fjalla um aðstæður fjölskyldna, náin tengsl og uppeldisskilyrði barna. Samnefnarinn er breytingar og þau umskipti sem breyttar samfélagsaðstæður hafa haft í för með sér fyrir fjölskyldur, fullorðna og börn, en einnig fyrir fagfólk. Greinarnar fela í sér boðskap um gildi mannlegra tengsla og að innan fjölskyldna skapist sú undirstaða samkenndar, umburðarlyndis og siðræns þroska sem mestu skiptir, bæði fyrir einstaklinga og samfélag manna. 

Í lokakafla bókarinnar er sjónum beint að heildrænu samhengi breytinganna. Gerð er tilraun til að varpa ljósi á breytta sýn á manninn og á afleiðingar hennar fyrir fagfólk í samstarfi með fjölskyldum. 

Fyrir hverja er bókin? 
Bókin á erindi til allra sem hafa áhuga á að afla sér fróðleiks um fjölskyldumál og vilja fylgjast með umræðu og stefnumörkun í fjölskyldumálefnum. Hér er komin þörf kennslubók fyrir nemendur í framhaldsskólum og í grunnnámi háskóla. Hún á einkum erindi til nemenda í félagsráðgjöf og öðrum félagsvísinda- og samfélagsgreinum, svo sem í kennslu- og uppeldisfræði. Einnig hentar hún vel sem kennsluefni í námi verðandi hjúkrunarfræðinga, presta og lögfræðinga. 

Sigrún Júlíusdóttir er prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.

Blaðsíðufjöldi: 
265
Útgáfuár: 
2001
ISBN: 
9979-54-446-5
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200108
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is