Háskóli Íslands

Frændafundur 5

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Magnús Snædal og Arnfinnur Johansen, ritstjórar
Verð: 
ISK 2900 - Harðspjaldabók
Háskóli Íslands

Bókin er afrakstur af íslensk-færeyskri ráðstefnu í Reykjavík 19.-20. júní 2004. Hún var haldin til þess að efla rannsóknasamvinnu heimspekideildar Háskóla Íslands og Fróðskaparseturs Føroya, og var sú fimmta í röðinni. 
Greinarnar í bókinni byggjast á fyrirlestrum frá ráðstefnunni og eru ýmist á íslensku eða færeysku. Enskur útdráttur fylgir hverri grein. Efni þeirra er fjölbreytt; fjallað er um trúmál, sagnfræði, landbúnað, bókmenntir, internetið o.fl. Flest efnin eru skoðuð bæði frá íslenskum og færeyskum sjónarhóli. 
Höfundar eru: Aðalheiður Guðmundsdóttir, Beinta í Jákupsstovu, Einar G. Pétursson, Firouz Gaini, Gestur Hovgaard, Guðni Th. Jóhannesson, Gunnar Bjarnason, Gunnar Þór Jóhannesson, Halldór Bjarnason, Hans Andrias Sølvará, Ingi Sigurðsson, Jónas Jónsson, Malan Marnersdóttir, Óli Olsen, Pétur Pétursson, Poul F. Guttesen, Turið Sigurðardóttir. 

Blaðsíðufjöldi: 
225
Útgáfuár: 
2005
ISBN: 
9979-54-694-8
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200530
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is