Fréttalisti

Fjórar tilnefningar

Ég vek athygli á ríkulegri uppskeru Háskólaútgáfunnar undanfarna daga.

Þrjú verk frá Háskólaútgáfunni og eitt frá Stofnun Árna Magnússonar (sem HÚ framleiðir og dreifir) hafa nú fengið tilnefningar til verðlauna.

Þetta eru eftirfarandi bækur:

Bókabörn: Íslenskar barnabókmenntir verða til
Höfundur: Dagný Kristjánsdóttir
Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræða og rita almenns efnis
Útgefandi: Háskólaútgáfan

Rangan og Réttan – Brúðkaup – Sumar
Höfundur: Albert Camus - Þýðandi: Ásdís R. Magnúsdóttir
http://haskolautgafan.hi.is/rangan_og_r%C3%A9ttan_br%C3%BA%C3%B0kaup_sumar
Tilnefning til Þýðingarverðlauna
Útgefandi: Háskólaútgáfan og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

PastedGraphic-2.pdf

Rof – Frásagnir kvenna af fóstureyðingum
Höfundar: Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
http://haskolautgafan.hi.is/rof_fr%C3%A1sagnir_kvenna_af_f%C3%B3sturey%C...
Tilnefning til Fjöruverðlauna í flokki fræðibóka og almenns efnis
Útgefandi: Háskólaútgáfan

PastedGraphic-3.pdf

Heiður og huggun: Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld
Höfundur: Þórunn Sigurðardóttir
http://haskolautgafan.hi.is/hei%C3%B0ur_og_huggun
Tilnefning til Fjöruverðlauna
Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar og Háskólaútgáfan

PastedGraphic-4.pdf

Ofbeldi á heimili hlýtur Menningarverðlaun DV

Ofbeldi á heimili hlaut viðukenningu Hagþenkis 2014

Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis 2014

Fimm verk þriggja höfunda hjá Háskólaútgáfunni fengu tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis 2014.

Guðrún Kristinsdóttir (ritstj.)
Ofbeldi á heimili. – Með augum barna. Háskólaútgáfan.
Merkilegt brautryðjandaverk sem á ríkt erindi við kennara, foreldra og alla sem láta sér annt um börn og velferð þeirra.
 
Kristján Jóhann Jónsson
Grímur Thomsen. – Þjóðerni, skáldskapur, þversagnir og vald. Háskólaútgáfan.
Nýtt sjónarhorn á þjóðskáldið þar sem umfjöllun um ritstörf fléttast saman við nýstárlega greiningu á goðsögninni um Grím Thomsen.

Páll Skúlason
Háskólapælingar. – Um stefnu og stöðu háskóla í samtímanum;  Hugsunin stjórnar heiminum;  Náttúrupælingar. – Um stöðu mannsins í ríki náttúrunnar. Háskólaútgáfan.
Í þessum þremur ritum er varpað ljósi á ýmis brýnustu álitamál samtímans frá sjónarhóli heimspekinnar. Djúp hugsun helst í hendur við læsilegan texta.

Meira hér.

Náttúra ljóðsins hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014

Náttúra ljóðsins - umhverfi íslenskra skálda eftir Svein Yngva Egilsson halut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis 2014.

Meira hér.

Ofbeldi á heimili tilnefnd til Fjöruverðlauna 2014

Ofbeldi á heimili - Með augum barna er tilnefnd til Fjöruverðlauna í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis.

Hvaða vitneskju hafa börn og unglingar um ofbledi á heimilum?
Hvernig bregðast þau við ofbeldi á heimili sínu?
Hvaða áhrif hefur það að búa við heimilisofbeldi árum saman?
Hvernig finnst börnum fagaðilar og grunnskólinn liðsinna þeim við slíkar aðstæður?
Draga fjölmiðlar upp raunsanna mynd af þessari reynslu barna og unglinga?

Þetta er meðal þeirra spurninga sem bókin Ofbeldi á heimili - Með augum barna fjallar um.

Meira hér.

Þrjár tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis 2013

Tvær tilnefningar til Fjöruverðlauna 2014

Tilkynnt var um tilnenfningar til Fjöruverðlauna á Borgarbókasafni Reykjavíkur í gær. Tvær bækur Háskólaútgáfunnar voru meðal þeirra verka sem tilnefnd voru.

Önnur skynjun – ólík veröld. Lífsreynsla fólks á einhverfurófi eftir Jarþrúði Þórhallsdóttur.
Í umsögn dómnefndar segir: Bókin er skrifuð af næmum skilningi á einhverfu. Stíll Jarþrúðar er blátt áfram og yfirlætislaus, auðlesinn og auðskilinn og í honum liggur einn meginstyrkur bókarinnar, ásamt nálgun hennar á viðfangsefnið. Persónuleg viðhorf Jarþrúðar taka ekki yfir frásögnina en lesandinn er meðvitaður um þægilega hlýju gagnvart viðfangsefninu. Bókin dregur upp margþætta og sannfærandi mynd af lífu einhverfra og dregur lesandann nær heimi þeirra. Hún ætti að verða aðstandendum einhverfra styrkur og leiðsögn og veita öðrum innsýn í veruleika einhverfra einstaklinga.
Meira hér - http://haskolautgafan.hi.is/%C3%B6nnur_skynjun_%C3%B3l%C3%ADk_ver%C3%B6ld

Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu eftir Guðnýju Hallgrímsdóttur.
Í umsögn dómnefndar segir: Með vinnslu Guðnýjar á ólíkum heimildum tengdum textabrotinu birtist lesandanum frásögn af skrykkjóttri lífsgöngu í skugga móðuharðinda þar sem Guðrún Ketilsdóttir glímir m.a. við fátækt , ágenga karlmenn og erfiða húsbændur. Hún upplifir einnig hamingjustundir á flakki sínu í vinnumennsku, m.a. á grasafjalli í Mývatnssveit, og tekst að ávinna sér virðingu fólks með dugnaði og heiðarleika. Gæfan er hins vegar fallvölt og við heyrum jafnframt hvernig Guðrún missir flest allt frá sér og er sem gömul kona aðeins ,,Skrattans kerlingin hún Guðrún Ketilsdóttir”.

Þáttur Kvenna, ekki síst alþýðukvenna, í íslenskri söguritun hefur jafnan verið rýr. Guðný sýnir hvernig hægt er að gera áhugaverða sögu úr heimild sem virðist harla brotakennd og hafði af mörgum fyrri fræðimönnum verið talin lítils virði.
Meira hér - http://haskolautgafan.hi.is/sagan_af_gu%C3%B0r%C3%BAnu_ketilsd%C3%B3ttur

Skil skólastiga er komin út

Bó Gerðar G. Óskarsdóttur, Skil skólastiga er nú komin í allar helstu bókaverslanir. Sjá nánar hér.

Tvær tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis 2011

Tilkynnt var um tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis í gær og voru tvö verk frá Háskólaútgáfunni tilnefnd; Sæborgin eftir Úlfhildi Dagsdóttur og Nútímans konur eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur.

Við óskum Úlfhildi og Erlu Huldu til hamingju með tilnefningarnar.

Aldarsaga Háskóla Íslands 1911-2011 komin út

Sveinbjörn Björnsson, Sigmundur Guðbjarnason og Pál Skúlason,
fyrrverandi rektorar Háskóla Íslands, tóku við eintaki af Aldarsögu
Háskóla Íslands ásamt Kristínu Ingólfsdóttur rektor og Katrínu
Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Með þeim á myndinni er
Gunnar Karlsson, ritstjóri verksins.
MYND/Kristinn Ingvarsson

Sjá frekar umfjöllun um útgáfuna á vef Háskóla Íslands.

Tilnefning til Fjöruverðlauna

Nútímans konur - Menntun kvenna og mótun kyngervis 1850-1903, hefur verið tilnefnd til Fjöruverðlauna í flokki fræðirita. Ritið er doktorsverkefni Erlu Huldu Halldórsdóttur en frekari upplýsingar má nálgast með því að smella hér.

Nýr vefur Háskólaútgáfunnar

Verðlaun

Verðlaun voru nýlega veitt

Eldglæringar, endurlífgun, sprengingar, músík og húsfyllir á Háskóladeginum

Gríðarleg aðsókn var í Háskóla Íslands í gær þegar nokkur þúsund gestir þáðu boð skólans um að kynna sér námsframboð næsta skólaárs.