Háskóli Íslands

Fyrirlestrar um frumspeki

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ólafur Páll Jónsson
Verð: 
3900
Háskóli Íslands

Tvenn þáttaskil urðu í sögu rökgreiningarheimspekinnar á 20. öld. Þau fyrri lýstu sér í því að tungumálið varð meginviðfangsefni heimspekinga. Þau síðari urðu þegar háttarökræði hætti að vera tæknilegt sérsvið og varð að hversdagslegu verkfæri heimpekinga í ólíkum greinum.
í fyrirlestrunum sem hér birtast er gefin innsýn í þessar tvær vendingar í rökgreiningarheimspeki á 20. öld. Fjallað er um nokkra áhrifamestu heimspekinga þessarar hefðar, svo sem Frege, Russel, Wittgenstein, Quine og Kripke, gerð grein fyrir tilteknum þáttum í heimspeki þeirra, flókin og stundum tæknileg atriði útskýrð og valin rit sett í víðara hugmyndasögulegt samhengi.
Ólafur Páll Jónsson er dósent í heimspeki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann er höfundur bókanna Náttúra, vald og verðmæti (2007) og Lýðræði, réttlæti og menntun (2011).

Blaðsíðufjöldi: 
151
Útgáfuár: 
2012
ISBN: 
978-9979-54-985-7
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201306
Stofnanir: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is