Háskóli Íslands

Fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Arngrímur Jónsson
Verð: 
ISK 3100 - Kilja
Háskóli Íslands

Handbók Marteins Einarssonar 1555 
Handritið Ny kgl. Saml. 138 4to 
Graduale 1594
 

Lítúrgísk þróunarsaga íslenzkrar helgisiðahefðar á 16. öld. 

Í áratug hefur höfundur rannsakað fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót með það í hug að komast að raun um, úr hvaða jarðvegi þær væru sprottnar og hverjar fyrirmyndir þeirra hafi verið. Það var árið 1976, að Arngrímur Jónsson uppgötvaði, eftir að facsimileútgáfa fyrstu dönsku handbókanna á siðbótartímanum barst honum í hendur, að formálinn fyrir Graduale 1594 var að langmestu leyti þýddur eftir formála einnar þeirra bóka, Messuhandbókar Franz Wormordsen í Lundi 1539. Þetta varð tilefni þess, að Arngrímur Jónsson fór að rannsaka handbækurnar íslenzku. Þessar handbækur höfðu ekki verið rannsakaðar, svo að orð væri á gerandi, en ýmsar getgátur um gerð þeirra farið manna á milli í samræðum. Tími var því kominn til þess að gera gangskör að rannsókn á þeim. 

Blaðsíðufjöldi: 
489
Útgáfuár: 
1992
ISBN: 
9979-54-162-8
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199306
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is