Háskóli Íslands

Glíman/2 2005

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ágúst Einarsson, Jón Pálsson, Kristinn Ólason, Sigurjón Árni Eyjólfsson og Stefán Karlsson ritstjórar
Verð: 
ISK 2300 -
Háskóli Íslands

Traust í viðskiptalífinu: Getur gott siðferði borgað sig? 
Yfirskrift árgangsins er "Traust í viðskiptalífinu: Getur gott siðferði borgað sig?" og vísar til ráðstefnu sem haldin var á Grand Hótel þ. 11. janúar sl. í samvinnu Glímunnar, Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs Íslands. 
Erindin sem flutt voru á ráðstefnunni eru birt í ritinu undir yfirskriftinni "Samfélag", en höfundar eru m.a. Gylfi Magnússon, Halldór Reynisson og Þröstur Olaf Sigurjónsson. Þá eru birtar fæðigreinar eftir Stefán Karlsson, Kristin Ólason, Sigurjón Árna Eyjólfsson og Pétur Pétursson, sem fjalla m.a. um siðfræði, Jakobsglímuna, Lúther og Völsupá. 
Loks má geta deiglugreina eftir þá Magnús Þorkel Bernharðsson og Kristin Ólason. Glíman er gefin út af Háskólaútgáfunni og Grettisakademíunni í Reykjavík. 
Ritið á erindi við alla sem hafa áhuga á þeim fjölþættu málefnum sem tengjast viðskiptum, útrás viðskiptalífsins og þeim siðrænu spurningum sem vakna við hraða útþenslu og útrás fyrirtækja.

Blaðsíðufjöldi: 
190
Útgáfuár: 
2005
ISBN: 
1670-5289
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200544
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is