Háskóli Íslands

Gustur úr djúpi nætur

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Federico Garica Lorca
Verð: 
ISK 3900 - Kilja
Háskóli Íslands

Ljóðasaga Lorca á Íslandi 
Gustur úr djúpi nætur er safn þýðinga á ljóðum spænska skáldsins Federico García Lorca sem birst hafa í blöðum og tímaritum á Íslandi. Hér er á ferðinni tvímála útgáfa þar sem frumtexti birtist við hlið þýðingarinnar. Margir þýðendur hafa fengist við að snúa ljóðum Lorca á íslensku í gegnum tíðina og hafa sum ljóðin verið þýdd oftar en einu sinni. Lesanda gefst hér færi á að bera saman ólíkar þýðingar á sama texta. Ljóðaþýðingunum er fylgt úr hlaði með fræðilegum inngangi Hólmfríðar Garðarsdótturs um ævi og yrkisefni Lorca. Í bókarlok má svo finna leiðbeiningar um ljóðagreiningu. Er það von okkar að íslenskumælandi ljóðaunnendum þyki fengur í ljóðasafninu Gustur úr djúpi nætur og að það megi einnig nýtast öllum þeim sem leggja stund á spænskt mál og menningu. 

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gefur bókina út og ritstjórn er í höndum dr. Hólmfríðar Garðarsdótturs, dósents í spænsku við Háskóla Íslands.

Blaðsíðufjöldi: 
355
Útgáfuár: 
2007
ISBN: 
978-9979-54-748-8
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200642
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is