Háskóli Íslands

Hættumat vegna eldgosa og hlaupa

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Magnús Tumi Guðmundsson og Ágúst Gunnar Gylfason ritstjórar
Verð: 
ISK 3490 - Kilja
Háskóli Íslands

frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli

 

Hér er á ferðinni einstakt verk þar sem fjallað er um þá vá sem stafað getur af tveimur mikil-virkum eldstöðvum. Annars vegar er það Mýrdalsjökull með eldstöðinniKötlu, sem kölluð hefur verið hættulegasta eldstöð Íslands og hins vegar er það Eyjafjallajökull sem er ein af hinum tignarlegu eldkeilum Íslands. Í ritinu er að finna niðurstöður rannsókna sem unnar voru að tillögum vinnuhóps sem skipaður var af almannavarnaráði í byrjun árs 2003. Rannsóknun-um var ætlað að fylla upp í skörð sem voru í þekkingu manna á tíðni og hegðun eldgosa í Eyjafjalla- og Mýrdalsjöklum. 

Í fyrsta kafla bókarinnar er yfirlit um þá hættu sem stafar af eldgosum og hlaupum frá vestan-verðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli. Í þessum kafla eru teknar saman megin niðurstöður þeirra rannsókna sem gerðar voru sérstaklega vegna verkefnisins en einnig er litið til eldri rannsókna sem snerta viðfangsefnið. Hinir ellefu kaflar ritsins eru sjálfstæðir greinar þar sem höfundar gera einstökum rannsóknarverkefnum skil. Allir kaflar ritsins hafa verið ritrýndir af sérfræðingum á viðkomandi sviðum. 

Höfundar efnis í ritinu eru 23, þeir starfa hjá rúmum tug fyrirtækja og stofnana. Það eru: Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, AVL List GmbH í Austurríki, Bullard Labs við University of Cambridge, Jarðfræðistofan ehf,  Jarðvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðistofnun Íslands, Norræna eldfjallasetrið, School of GeoSciences at University of Edinburgh, Skógrækt ríkisins, Vatnamælingar Orkustofnunar, Veðurstofa Íslands, Verkfræðistofan Vatnaskil og Verkfræðistofnun Háskólans. 

Ritstjórar bókarinnar eru Magnús Tumi Guðmundsson prófessor við Háskóla Íslands og Ágúst Gunnar Gylfason verkefnafulltrúi áhættugreiningar hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra 

Blaðsíðufjöldi: 
210
Útgáfuár: 
2005
ISBN: 
9979-54-647-6
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200518
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is