Háskóli Íslands

Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson ritstjórar
Verð: 
ISK 3990 - Kilja
Háskóli Íslands

Á síðustu árum hefur nemendum í rannsóknartengdu námi í heilbrigðisvísindum fjölgað mikið hér á landi. Ýmis sprotafyrirtæki í lífvísindum sem og stærri líftæknifyrirtæki hafa haslað sér völl og almenningur í landinu hefur verið jákvæður í garð rannsókna á heilbrigðissviði, eins og einstök þátttaka í hinum margvíslegum rannsóknarverkefnum ber vitni um. Þetta nýja yfirlitsrit er ekki síst mikilvægt í ljósi þeirrar uppsveiflu sem á sér stað í rannsóknum á heilbrigðissviði, en það inniheldur ekki eingöngu lýsingar á helstu rannsóknaraðferðum sem notaðar eru í heilbrigðisvísindum í dag, heldur eru í ritinu einnig lýsingar á mikilvægum undirbúningsskrefum sem lúta að gerð rannsóknaráætlana, s.s. gagnasöfnun, úrtaksgerð, tölfræði og áreiðanleika mælitæka, ásamt köflum um rannsóknarsiðfræði. Ritgerðahöfundarnir 26 eru allir þekktir fræðimenn hver á sínu sviði hér á landi og er ritverkið alfarið miðað við íslenskar aðstæður. Í ritsafninu eru öll hugtök færð yfir á íslensku og einnig er að finna yfirgripsmikla atriðisorðaskrá. Það er fagnaðarefni fyrir rannsóknarnema og kennara þeirra í heilbrigðisvísindum að fá í hendurnar ýtarlega íslenska kennslubók á þessu sviði sem mun auðvelda kennslu og stuðla þannig að enn vandaðri rannsóknavinnu í framtíðinni. Vandfundin eru fræðirit á erlendum tungumálum sem fjalla um heilbrigðisvísindi á eins breiðum grunni sem þetta ritverk gerir.

Blaðsíðufjöldi: 
481
Útgáfuár: 
2003
ISBN: 
9979-834-38-2
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200413
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is