Hef ég verið hér áður? Skáldskapur Steinunnar Sigurðardóttur

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðni Elísson og Alda Björk Valdimarsdóttir

Steinunn Sigurðardóttir er einn eftirtektarverðasti rithöfundur þjóðarinnar, en hún hefur um árabil sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur, auk leikverka fyrir útvarp og sjónvarp. Í þessari mikilvægu bók um skáldlist Steinunnar er athyglinni beint að ýmsum áleitnustu viðfangsefnunum í verkum hennar. Fjallað er um togstreituna í sambandi kynjana eins og hún brýst fram í tortímandi ástarsamböndum, dregin eru upp viðkvæm en um leið ógnvænleg tengsl manns og náttúru og kvenlegum reynsluheimi lýst, en hann gefur verkunum oft og tíðum aukna íróníska vídd. Skáldskapur Steinunnar er ekki aðeins kannaður í ljósi ráðandi menningarstrauma heldur er jafnframt horft til tilfinningabókmennta átjándu aldar og tregaljóðahefðar, ekki síður en ástar- og vegafrásagna.

Útgáfuár: 
2011
Blaðsíðufjöldi: 
185
ISBN: 
978-9979-54-928-4
Verknúmer: 
U201140
Verð: 
4900