Háskóli Íslands

Heimur ljóðsins

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ástráður Eysteinsson, Dagný Kristjánsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson ritstjórar
Verð: 
ISK 3490 - Kilja
Háskóli Íslands
Í Heimi ljóðsins eru 26 greinar eftir jafnmarga höfunda sem bregða birtu á ljóð og ljóðaumræðu að fornu og nýju. Farið er vítt og breitt um veröld ljóða og fjallað frá ýmsum sjónarhornum um jafnt íslenska sem erlenda ljóðagerð. Bókin eldurspeglar margbreytileika ljóðlistarinnar. Hér má fræðast um lausavísur, þulur, dróttkvæðaformið, ferðaljóðið, náttúrukveðskap, svæðisbundnar yrkingar, ljóðið sem orðastað minninga, sársauka og huggunar; einnig um ýmsar víddir nútímaljóðsins og tengsl þess við hefðirnar. Fjallað er um kvenraddir og karlraddir í ljóðum frá ýmsum löndum. Engilsaxnesk, þýsk, dönsk og spænsk ljóðagerð kemur við sögu auk yrkinga á íslensku bæði hér á landi og í Vesturheimi. Klassískar forskriftir að skáldskap eru kannaðar og hugmyndir manna um listræna heild. Stundum er umræðan almenns eðlis en annars staðar er rýnt í einstök ljóð. 
Greinasafnið er byggt á erindum sem haldin voru á málþinginu Heimur ljóðsins við Háskóla Íslands vorið 2005.
Blaðsíðufjöldi: 
0
Útgáfuár: 
2005
ISBN: 
9979-54-664-6
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200547
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is