Háskóli Íslands

Hinn launhelgi glæpur: Kynferðisbrot gegn börnum

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Svala Ísfeld Ólafsdóttir
Verð: 
5900
Háskóli Íslands

Hinn launhelgi glæpur er framlag til umræðu um kynferðisbrot gegn börnum og skerfur til frekari skilnings á orsökum þeirra og afleiðingum. Í bókinni er á þriðja tug greina, flestar ritrýndar, þar sem fjallað er um viðfangsefnið á forsendum ólíkra fræðigreina, svo sem lögfræði, læknisfræði, hjúkrunarfræði, félagsfræði, sálarfræði, uppeldisfræði, afbrotafræði og félagsráðgjafar. Bókin nýtist við kennslu á háskólastigi á ýmsum sviðum félagsvísinda og lögfræði auk þess að vera handbók fyrir alla sem starfa að málefnum barna og láta sig velferð þeirra varða.

Bókinni er skipt í þrjá hluta. Fyrst er fjallað um löggjöf og meðferð kynferðisbrota gegn börnum og er þar um að ræða viðamestu lögfræðilegu úttekt á þessum brotaflokki í íslenskum fræðiritum til þessa. Síðan er fjallað um þolendur kynferðislegrar misnotkunar, einkum hinar alvarlegu afleiðingar sem brotin hafa á heilsu þeirra og líðan. Þar er m.a. greinagerð um áður óbirtar íslenskar rannsóknir á afleiðingum og tíðni þeirra. Loks er fjallað um gerendur og gerð grein fyrir rannsóknum á ástæðum þess að einstaklingar misnota börn kynferðislega og möguleg úrræði til að sporna gegn slíkri háttsemi.

Ritstjóri bókarinnar og meðhöfundur er Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent í refsirétti og afbrotafræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Formála ritar Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dóms- og mannréttindaráðherra.

Fyrsti þáttur – Löggjöf og málsmeðferð

•    Alþjóðaskuldbindingar um vernd barna gegn kynferðisofbeldi – Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
•    Refsiákvæði sem varða kynferðisbrot gegn börnum – Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík
•    Rannsókn kynferðisbrota gegn börnum – Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
•    Meginreglur sönnunarfærslu og kynferðisbrota gegn börnum – Símon Sigvaldason héraðsdómari
•    Refsingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum – Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
•    Miskabætur fyrir kynferðisbrot gegn börnum – Hjörtur O. Aðalsteinsson, dómstjóri við Héraðsdóm Suðurlands

Annar þáttur – Þolendur

•    Ofbeldi gegn börnum fyrr og nú: Áhrif á heilsu og vellíðan – Geir Gunnlaugsson landlæknir
•    Börn þvinguð til kynlífs – Rannsókn á kynferðislegri misnotkun á börnum – Hrefna Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og lektor við Háskóla Íslands
•    Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem áhættuþáttur tilfinninga- og hegðunarvandamála – Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, sálfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík
•    Gleymt en geymt: Langtímaafleiðingar kynferðisofbeldis gegn ungum börnum – Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir
•    Þögul þjáning: Samanburður á áhrifum kynferðisofbeldis í bernsku á heilsufar og líðan íslenskra karla og kvenna – Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri
•    Hugræn atferlismeðferð fyrir börn með áfallastreituröskun í kjölfar kynferðisofbeldis – Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur og Sjöfn Evertsdóttir, sálfræðingur
•    Að byggja brýr: Barnvænleg og þverfagleg málsmeðferð kynferðisbrota gegn börnum – Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu
•    Barnahús – Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur
•    Neyðarmóttaka vegna nauðgunar – Guðrún Agnarsdóttir læknir og Eyrún B. Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur
•    „Að lifa af”: Saga þolanda kynferðisofbeldis – Thelma Ásdísardóttir, stofnandi samtakanna Drekaslóð
•    „Það er eins og þeir séu í herberginu og hvetji til ofbeldis gegn mér”: Netið og vernd barna gegn kynferðisofbeldi – Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
•    Forvarnarsamtökin Blátt áfram – Sigríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Blátt áfram
•    Góð og slæm leyndarmál: Forvarnateiknimynd fyrir börn um kynferðisofbeldi – Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og stjórnarformaður í félagasamtökunum Réttindi barna

Þriðji þáttur – Gerendur

•    Afstaða Íslendinga til kynferðisbrota: Óttinn við hættulega og ókunna gerendur – Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
•    Sálfræðilegt mat og meðferð ungra gerenda kynferðisbrota – Ólafur Örn Bragason, sálfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra
•    Umfang kynferðisbrota gegn börnum: Mat á gerendum og meðferð – Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og Þórarinn Viðar Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun
•    Í fjötrum fortíðar: Fangi númer 898648 – Aron Pálmi Ágústsson

Blaðsíðufjöldi: 
561
Útgáfuár: 
2011
ISBN: 
978-9979-54-911-6
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201128
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is