Háskóli Íslands

Hrakfallasaga

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Abelard og Heloísa
Verð: 
ISK 2950 - Kilja
Háskóli Íslands

- Bréf - 

Þessi bók hefur að geyma hina víðfrægu sjálfsævisögu franska heimspekingsins Péturs Abelard, ásamt persónulegum bréfum hans og ástkonunnar Heloísu. Einnig er hér að finna bréf Péturs ábóta í Cluny um málefni Abelards og ævilok hans. 
Ævisaga Péturs Abelard er ekki löng en hún er tvímælalaust merkasta sjálfsævisaga tólftu aldar og snar þáttur í menningarsögu Evrópu. Abelard er lykilmaður í endurreisn heimspeki og mennta á miðöldum og sagan af ógæfusamri ást hans og Heloísu hefur höfðað sterkt til ímyndunarafls manna öldum saman. 

Þýðingum Einars Más Jónssonar fylgir rækileg umfjöllun hans um Abelard og samtíma hans, um stöðu hans í evrópskum menntaheimi og framhaldslíf hans og Heloísu í bókmenntum og fræðimennsku síðari tíma. 

Blaðsíðufjöldi: 
276
Útgáfuár: 
1997
ISBN: 
9979-54-222-5
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199742
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is