Háskóli Íslands

Iðja, heilsa og velferð

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilson
Verð: 
4300 - kilja
Háskóli Íslands

Bókin Iðja, heilsa og velferð: Iðjuþjálfun í íslensku samfélagi fjallar um iðjuþjálfunarfagið. Hér má lesa hvernig iðjuþjálfar hugsa, hvað þeir gera og hvað mótar störf þeirra og faglegar áherslur. Þetta er fyrsta fræðilega ritið um iðjuþjálfun á íslensku og sem lýsir því hvenig alþjóðlegir straumar í faginu, þekking og fræði endurspeglast í íslenskum veruleika.
Bókin gefur innsýn í:

  • Sögu iðjuþjálfunar og hvet fagið stefnir
  • Hugmyndir og fræðasýn iðjuþjálfunar
  • Aðferðir og verklag iðjuþjálfa í starfi
  • Helstu áherslur og viðfangsefni iðjuþjálfa með ákveðnum hópum notenda og á mismunandi starfsvettvangi.

Fjórtán iðjuþjálfar rita í bókina, hver og einn sérfræðingur á sínu sviði.
Bókin er ætluð nemum í iðjuþjálfun, starfandi iðjuþjálfum og öðru fagfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Lögð er áhersla á að veita heildstæða sýn á samspil einstaklings, umhverfis og iðju, og auk þess aðgengilegar og áhugaverðar upplýsingar sem gagnast almennum lesendum.

Blaðsíðufjöldi: 
226
Útgáfuár: 
2011
ISBN: 
978-9979-83-492-2
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201106
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is