Íslenska fyrir útlendinga

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ásta Svavarsdóttir og Margrét Jónsdóttir

Íslenska fyrir útlendinga er kennslubók fyrir byrjendur í íslensku. Fjallað er um málfræði íslensks nútímamáls og tekin fyrir ýmis grundvallaratriði í beygingum og setningagerð. Áhersla er lögð á það sem er almennt og reglulegt en að mestu sneitt hjá undantekningum.

 

Bókin kom fyrst út árið 1988 og bætti þá úr brýnni þörf. Höfundar hafa endurskoðað hana í ljósi reynslunnar og er þetta þriðja útgáfan.

Íslenska fyrir útlendinga er á íslensku, með íslensk-enskri orðaskrá. Í tveimur æfingaheftum sem tengjast bókinni eru glósur á erlendum málum.

Útgáfuár: 
2009
Blaðsíðufjöldi: 
219
ISBN: 
978 9979 853 47 3
Verknúmer: 
U20924
Verð: 
ISK 4850 - Kilja