Háskóli Íslands

Kallari Orðsins

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Pétur Pétursson
Verð: 
ISK 3900 - Harðspjaldabók // ISK 3200 - Kilja
Háskóli Íslands

Einar J. Gíslason og hvítasunnuvakningin á Íslandi 

Hvítasunnuhreyfingin á Íslandi á rætur sínar að rekja til trúarlegrar vakningar meðal sjómanns- og vekakvenna í Vestmannaeyjum sumarið 1921. Hún er því 80 ára á þessu ári. Í bókinni er saga hreyfingarinnar rakin frá því er sænskir trúboðar störfuðu fyrst í Vestmannaeyjum. Greint er frá lífi og starf Einars J. Gíslasonar sem var óskoraður leiðtogi hreyfingarinnar um áratuga skeið, fyrst sem forstöðumaður Betelssafnaðarins í Vesmannaeyjum og síðar sem forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík. Einar varð landsþekktur fyrir útvarpspredikanir sínar sem hann skrifaði aldrei heldur treysti á það sem andinn blés honum í brjóst í ræðustóli. Upptökur af ræðum hans hafa varðveist og eru valdar ræður eftir hann birtar í seinni hluta bókarinnar. 

Einar ólst upp í Vesmannaeyjum og tók ungur þátt í starfi safnaðarins þar og persónusaga hans er nátengd hvítasunnuhreyfingunni á mesta breytingaskeiði hennar hér á landi. Gerð er grein fyrir leiðtogahæfileikum og náðargáfu Einars og annarra talsmanna hreyfingarinnar með skírskotum til félagsfræðilegra kenninga um stofnanavæðingu og áhrifavalda sterkra leiðtoga. Höfundur kynntist Einari persónulega vegna rannsókna sinna á hvítasunnuhreyfingunni og hann hafði aðgang að fundargerðum og skjalasafni hreyfingarinnar en byggir einnig á fjölmörgum viðtölum sem hann tók við Einar og annað fólk í hreyfingunni. Bókin er skrifuð þannig að hún geti orðið áhugasömum lesendum til fróðleiks og ánægju. Höfundur segir skemmtilegar sögur af Einari sem varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi ekki síst fyrir kímnigáfu sína sem fær að njóta sín í bókinni.

Blaðsíðufjöldi: 
224
Útgáfuár: 
2001
ISBN: 
9979-54-486-6 // 9979-54-469-4
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200135 // U200135K
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is