Háskóli Íslands

Kirkjur undir Jökli

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ólafur Elímundarson
Verð: 
5.163 kr.

úr sögu Breiðuvíkurhrepps og Neshrepps utan Ennis 

Höfundur, Ólafur Elímundarson, gefur bókina út. Háskólaútgáfan sér um dreifingu. 
Í Kirkjum undir Jökli er drepið á sögu Breiðavíkurhrepps og Neshrepps utan Ennis á Snæfellsnesi. Höfundur lýsir aðbúnaði og lífi fólks í sjö til átta aldir í gegnum samtímaheimildir sem eru skráðar vísitasíur og máldagar presta og biskupa sem hafa sótt sóknirnar yst á Snæfellsnesi heim í gegnum aldirnar. 

Elstu heimildirnar eru frá 13. öld, en þær hafa varðveist í afritum frá því um 1600 og fyrri hluta 17. aldar. Kirkjustaðirnir yst á Snæfellsnesi hafa verið sex og kirkjurnar lengst af fjórar þó nú séu þær aðeins tvær.

Vísitasíurnar lýsa umhirðu kirknanna, ástandi þeirra á hverjum tíma, munum og búnaði í eigu þeirra. Síðast en ekki síst er kjörum almennings á þessum tímum lýst og aðbúnaði presta í fátækum sóknum. 
Við sögu koma biskupar, fylgdarmenn þeirra, prófastar, prestar og heimamenn úr hverri sókn. Getið er helstu æviatriða fjölda manna og birtar myndir af um fimmtíu einstaklingum, allt frá Brynjólfi biskupi Sveinssyni (1605-1675). Einnig eru birtar um fimmtíu litmyndir af kirkjum og kirkjumunum á Snæfellsnesi. Sá elsti þeirra er að líkindum frá 14. eða 15. öld, en það er Maríumyndin úr Laugarbrekkukirkjugarði.

Bókin Kirkjur undir Jökli er sú fyrsta sinnar tegundar sem út kemur í landinu. Umræddar sóknir eru þar með þær fyrstu sem fá vísitasíur sínar gefnar út á bók og eru þannig öllum aðgengilegar.

Blaðsíðufjöldi: 
0
Útgáfuár: 
2000
ISBN: 
997954385X
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is