Háskóli Íslands

Kjarval

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Kristín G. Guðnadóttir o.fl.
Verð: 
9900
Háskóli Íslands

Stórglæsileg bók um Jóhannes S. Kjarval, meistara íslenskarar
myndlistar, þar sem listferli hans eru gerð ítarleg skil í máli og
myndum. Í bókinni er einnig kafli um þátt Kjarvals í lista- og
menningarvakningu íslensku þjóðarinnar á 20. öld, annar um margbrotinn
persónuleika hans, og auk þess myndskreyttur æviannáll og
yfirgripsmiklar tilvísana- og myndaskrár. Bókin er 640 bls. að stærð í
stóru broti, litprentuð á vandaðan pappír. Í henni eru 516 myndverk og
150 ljósmyndir. Bókin fæst í íslenskri og enskri útgáfu.

Kjarvalsbókin fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005
í flokki fræðirita og bóka almenns efnis.

„Þessi bók sómir sér vel meðal veglegustu listaverkabóka heimsins, svo vel er hún úr garði gerð í alla staði”.
Þorvaldur Gylfason prófessor, Fréttablaðið 13/6 2006

„Þessi bók er gersemi hvar sem á hana er litið”
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Skírnir – vor 2006

„Þess ótrúlega Kjarvalsbók slær öll met í vandvirkni og metnaði í útgáfu á Íslandi”
Jón Yngvi Jóhannson bókmenntafræðingur í Kastljósi, desember 2005

„Stórvirki”
Leiðari Morgunblaðsins 15/10 2005

„Þessi bók verður viðmið í útgáfu listaverkabóka á Íslandi í framtíðinni”
Dr. Ólafur Kvaran forstöðumaður Listasafns Íslands

„Glæsilegasta listaverkabók sem komið hefur út á íslensku frá upphafi”
Bryndís Loftsdóttir, verslunarstjóri í Pennanum

„Þetta er bók sem aðrar íslenskar listaverkabækur verða miðaðar við um ókomin ár”
Fréttablaðið í desember 2005

„Það hafa verið notuð stór orð til að lýsa þessari bók og
skal tekið undir þau öll á þessum vettvangi. Hún er afrek, hvernig sem á
hana er litið.”
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Tímarit Máls og menningar, nóvember 2006

„Bókin er vafalaust sá minnisvarði um Kjarval sem lengst
verður í minnum hafður...” „Nesútgáfan hefur sett nýtt viðmið í útgáfu
bóka um myndlist hér á landi...” „Einstakt rit sem auðgar mynd okkar af
þessum mikla listamanni og mun halda nafni og verkum Kjarvals á lofti
meðal komandi kynslóða.”
Dagný Heiðdal listfræðingur, Saga – Tímarit Sögufélags, haust 2006

English

Jóhannes Sveinsson Kjarval was Iceland’s most famous and important 20th-century artist. He was born in 1885 into a society devoid of visual arts and grew up in great poverty, starved of all artistic stimulus save the unusual natural beauty of his childhood home in the east. His ambition and hunger for art proved insatiable, however, and despite a shortage of funds and absurdly little support he went abroad to study art, first to London, then to Copenhagen.
After his homecoming he gradually introduced his countrymen to an innovative and exotic vision of their landscape and its inhabitants, both natural and supernatural, until the Icelanders learnt to see their country through his eyes.
Kjarval was hugely prolific and his work was widely circulated in his homeland, adorning the homes of rich and poor alike; for although he sold his pictures at a high price he was capable of extraordinary generosity. He died at a grand old age in 1972, loved and revered by his countrymen above all other artists.
This book on Kjarval is the first in-depth analysis of the painter’s artistic career and personal life. It was awarded the Icelandic Literary Prize for Non-fiction in 2005. Full color, 640 pp., 30.5 x 29.0 cm, hardcover

Blaðsíðufjöldi: 
637
Útgáfuár: 
2005
ISBN: 
9979-9639-2-1 (ísl) 9979-9639-0-5 (en)
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201226/U201227 (en.)
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is