Háskóli Íslands

Konur og kristsmenn

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Inga Huld Hákonardóttir ritstjóri
Verð: 
ISK 2990 - Kilja
Háskóli Íslands

Þættir úr kristnisögu Íslands 

Þar rita níu fræðimenn á sviðum bókmennta, sögu, guðfræði, félagsfræði og textíllistar um þætti í samskiptum kvenna og kirkju. Meðal viðfangsefna má nefna karlhyggju eða kvenleg gildi í kirkjustjórn, hjónabandslöggjöf, kirkjuklæði og hannyrðakonur, kvenímynd Vídalínspostillu, sálma eftir konur, hlutverk prestskvenna, viðhorf sértrúarsafnaða til jafnréttis kynjanna, og loks uppbyggingu kirkjustofnunar. 

Ritgerðirnar eru studdar traustum heimildum og hundruðum tilvísana, en jafnframt svo vel skrifaðar að þær eru aðgengilegar öllum almenningi. Höfundarnir hafa ólík viðhorf til kirkjunnar, og velja sér efni frá mismunandi tímaskeiðum, allt frá kristnitöku til vorra daga. Þeir eru: Helga Kress, Agnes S. Arnórsdóttir, Ásdís Egilsdóttir, Elsa E. Guðjónsson, Margrét Eggertsdóttir, sr. Gunnar Kristjánsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Margrét Jónsdóttir, og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. 

Saga kristni og kvenna er órofa hluti af íslenskri menningarsögu, en hefur fram til þessa lítt verið sinnt, ef undan er skilin bók Önnu Sigurðardóttur um nunnuklaustur miðalda.Konur og kristsmenn er því brautryðjendaverk sem varð til í tengslum við Sögu kristni á Íslandi í 1000 ár, er koma mun út á vegum Alþingis í tilefni af kristnitökuafmælinu um næstu aldamót. 

Enska útdrætti gerðu Garðar Baldvinsson og Keneva Kunz. 

Blaðsíðufjöldi: 
331
Útgáfuár: 
1996
ISBN: 
9979-54-110-5
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199546
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is