Háskóli Íslands

Krabbamein í blöðruhálskirtli

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þýðendur Eiríkur Jónsson og Snorri Ingimarsson
Verð: 
ISK 3200 - Kilja
Háskóli Íslands

Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein á Íslandi og nú lætur nærri að einn af hverjum sjö körlum geti átt von á að greinast með meinið.

Í árslok 1987 voru 383 karlar á lífi sem greinst höfðu með krabbamein í blöðruhálskirtli en í árslok 2007 voru þeir orðnir 1547, sem er 400% aukning á 20 árum. Sumir í hópnum eru læknaðir af sjúkdómnum, aðrir eru með meinlítið krabbamein og munu deyja af öðrum ástæðum og enn aðrir eru með alvarlegan sjúkdóm sem hægt er að halda niðri. Allir karlarnir eiga það sameiginlegt að hafa gengið í gegnum þá lífsreynslu að greinast með sjúkdóminn. Fyrir marga er greiningin verulegt áfall þótt það þurfi ekki að vera í hlutfalli við alvarleika sjúkdómsins út frá læknisfræðilegum forsendum.

Bókin Krabbamein í blöðruhálskirtli er skrifuð fyrir almenning og staðfærð að íslenskum veruleika. Bókin veitir gagnlegar og sannreyndar upplýsingar um sjúkdóminn og fjallar um hann frá mörgum ólíkum sjónarhornum en þessi fróðleikur er ætlaður sjúklingnum og aðstandendum hans sem stuðningur og veganesti í nýjum veruleika.

Blaðsíðufjöldi: 
118
Útgáfuár: 
2009
ISBN: 
978 9979 548 43 0
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200915
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is