Kraftbirtingarhljómur guðdómsins

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Sigurður Gylfi Magnússon ritstjóri

 

Hér eru í fyrsta skipti birt sýnishorn úr persónulegum gögnum Magnúsar Hj. Magnússonar - dagbók hans, sjálfsævisögu og bréfum. Magnús var fyrirmynd Ólafs Kárasonar Ljósvíkings íHeimsljósi Halldórs Kiljans Laxness. Halldór nýtti sér þessar heimildir ótæpilega við samningu Heimsljóss og afar fróðlegt er að kynnast frumheimildunum að bók hans. Magnús sjálfur var einstakur maður sem átti ávalt á brattann að sækja. Æviferill hans gefur ótrúlega innsýn í hugsunarhátt fólks í kringum aldamótin síðustu. 

Bókin tilheyrir ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar

 

Útgáfuár: 
1998
Blaðsíðufjöldi: 
424
ISBN: 
9979-54-253-5
Verknúmer: 
U199811
Verð: 
ISK 3200 - Kilja