Háskóli Íslands

Kúreki norðursins

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðni Elísson, ritstjóri
Verð: 
ISK 3490 - Kilja
Háskóli Íslands

vikmyndaskáldið Friðrik Þór Friðriksson 
Friðrik Þór Friðriksson er einn merkasti kvikmyndagerðar-maður Íslendinga og einn fárra íslenskra listamanna sem hlotið hefur alþjóðalega viðurkenningu. Þrátt fyrir þetta hefur lítið sem ekkert birst um list hans á prenti. Í bók þessari er leitast við að gefa sem fjölbreytilegasta mynd af kvikmyndum þessa frægasta kvikmyndaleikstjóra Íslendinga. Tilraunamyndir hans og heimildarmyndirnar Eldsmiðurinn og Rokk í Reykjavík eru skoðaðar og rýnt í leiknar kvikmyndir hans út frá ýmsum ólíkum fræðilegum forsendum, s.s. höfundarfræðilegum, viðtökum, menningarfræði og kenningnum um aðlaganir. 
Greinar í bókinni og höfundar þeirra eru: 
Myndsmiðurinn: Kvikmyndir Friðriks Þórs Friðrikssonar; höf. Guðni Elísson. 
Verkin dæmd: Viðtökur kvikmynda Friðriks Þórs Friðrikssonar; höf. Hákon Gunnarsson. 
Sjón er sögu ríkari: Um tilraunamyndir Friðriks Þórs Friðrikssonar; höf. Benedikt Hjartarson. 
Breyttir tímar: Rokk í Reykjavík og íslensk pönkmenning; höf. Benedikt Þór Vilhjálmsson. 
„Excuse me. Do you speak English“: Höfundarverk Friðriks Þórs Friðrikssonar og alþjóðlega-slagsíðan í íslenskri kvikmyndasögu; höf. Björn Ægir Norðfjörð. 
Djöflaeyjan ... vekur allt liðið úr Thulekampinum upp til nýs lífs ... “ ; höf. Eggert Þór Bernharðsson. 
Farandskuggar á tjaldi: Kvikmyndun Engla alheimsins ; höf. Guðni Elísson. 
Með snjóbolt í báðum – Kúreki norðursins í þrjátíu ár: Rætt við Friðrik Þór Friðriksson; höf. Guðni Elísson og Björn Þór Vilhjálmsson. 
Bókin er hluti af nýrri ritröð í kvikmyndafræðum sem ber nafnið Sjöunda listgreinin, ritstjóri er Guðni Elísson.

Blaðsíðufjöldi: 
261
Útgáfuár: 
2005
ISBN: 
9979-54-675-1
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200563
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is