Háskóli Íslands

Kvikmyndagreinar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðni Elísson, ritstjóri
Verð: 
ISK 3300 - Kilja
Háskóli Íslands
Í Kvikmyndagreinum birtist úrval þýðinga eftir ýmsa þekkta kvikmyndafræðinga, en greinarnar eiga það sammerkt að beina sjónum að kvikmyndagreinahugtakinu. Greinar Ricks Altman og Steves Neale fjalla um þær ólíku leiðir sem farnar hafa verið í flokkun og skilgreiningu Hollywood kvikmynda, á meðan Andrew Britton og Robin Wood leggja áherslu á áhrif kvikmyndastjörnu, höfundarnafns og hugmyndafræði á kvikmyndagreinar. David Bordwell kýs svo að binda ekki umræðuna um greinahugtakið við Hollywood myndir þegar hann spyr hvort listrænu kvikmyndina megi hugsanlega telja til sérstakrar kvikmyndagreinar. Guðni Elísson ritar inngang, en hann er jafnframt þýðandi greinanna ásamt Birni Ægi Norðfjörð.
Blaðsíðufjöldi: 
160
Útgáfuár: 
2006
ISBN: 
9979-54-677-8
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200565
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is