Kynjafræði – kortlagningar

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Irma Erlingsdóttir ritstj.

Fléttur II

 

Markmið kynjarannsókna er að rannsaka kynin og hlutverk þeirra, kyngervi og mótun þess, ímyndir kynjanna og (fjöl)breytileika þeirra í samfélagi og menningu. Greinasafn þetta er að mestu byggt á erindum sem flutt voru á ráðstefnu Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) í Háskóla Íslands haustið 2002. Greinarnar, 24 að tölu, endurspegla þá miklu breidd sem er í kynjarannsóknum hér á landi , í öllum greinum og á öllum fræðasviðum. Sjónum er m.a. beint að konum í sjávarútvegi, drengjum í skólum, launamuni kynjanna og heilsufari kvenna. Ennfremur er fjallað um kynjamyndir í bókmenntum og myndlist, stuðning íslenskra karla við kvenréttindi á síðari hluta 19. aldar og samanburður gerður á þvinguðum umskurði kvenna í þróunarlöndum og þeim (fegrunar)aðgerðum sem vestrænar konur gangast undir „sjálfviljugar“ til að uppfylla staðlaðar kynjaímyndir.

Inngangsgrein ritar heimspekingurinn Rosi Braidotti sem er einn helsti fræðimaður á sviði kynjarannsókna í heiminum um þessar mundir.

Fléttur er ritröð Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum.

 

Útgáfuár: 
2005
Blaðsíðufjöldi: 
444
ISBN: 
9979-54-619-0
Verknúmer: 
U200402
Verð: 
ISK 3500 - Kilja