Háskóli Íslands

Lífsfylling

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Kristín Aðalsteinsdóttir
Verð: 
3900
Háskóli Íslands

Út er komin bók eftir Kristínu Aðalsteinsdóttur prófessor við kennaradeild HA sem ber nafnið Lífsfylling - nám á fullorðinsárum. Í bókinni segja konur og karlar, sem lokið hafa meistaranámi í menntunarfræði í háskólum, hér á landi eða erlendis, frá reynslu sinni af náminu; áhugahvötinni, kennslunni og leiðsögninni sem þau fengu, hvernig þeim leið á meðan á náminu stóð og hvaða ávinning þau höfðu af náminu. Bókinni er ætlað að auka skilning nemenda og kennara á þörfum nemenda sem stunda framhaldsnám í háskóla.
Vitað er að auðlind hins fullorðna manns er lífsreynslan, hún er það afl sem knýr fólk til að takast á við ný og ögrandi viðfangsefni. Í bókinni er gerð grein fyrir því hvað nám felur í sér, rakin söguleg þróun náms á fullorðinsárum og fjallað um kenningar fræðimanna um námsleiðir sem henta fullorðnu fólki fremur en yngra fólki eða börnum.
Gerð er grein fyrir hlutverki kennara, kennslu og námskenningum sem geta verið lykill að farsælu námi og fjallað um áhugahvötina og tilfinningar sem geta ráðið því hve mikið úthald og örvun fólk hefur til að láta hugmyndir sínar eða verk verða að veruleika.

Blaðsíðufjöldi: 
196
Útgáfuár: 
2013
ISBN: 
978-9935-437-10-5
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201311
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is