Háskóli Íslands

Leiðsögn – Lykill að starfsmenntun og skólaþróun

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ragnhildur Bjarnadóttir
Verð: 
4500

Í bókinni er varpað ljósi á ýmsar hliðar starfstengdrar leiðsagnar, fræðilegar og hagnýtar, og er sjónum einkum beint að hlutverki kennara sem annast leiðsögn kennaranema í vettvangsnámi og nýrra kennara. Leiðsögninni er ætlað að efla starfshæfni og fagmennsku einstaklinga, hópa og stofnana sem að henni koma. Þess er vænst að bókin nýtist bæði háskólakennurum og kennurum á öðrum skólastigum og einnig sem námsefni fyrir kennara í meistaranámi sem kjósa að sérhæfa sig á þessu sviði.

Ragnhildur Bjarnadóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum snúist um nám unglinga utan skóla, kennaramenntun og leiðsagnarhlutverk kennara. Hún hefur áður skrifað greinar og bók um starfstengda leiðsögn.

Blaðsíðufjöldi: 
196
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-105-5
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201520
0
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is