Háskóli Íslands

Leit

Leitar í titlum og höfundum
 • Ójöfnuður á Íslandi
  Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson
  Háskólaútgáfan kynnir nýja bók, Ójöfnuður á Íslandi – Skipting tekna og eigna í fjölþjóðlegu samhengi, eftir Stefán Ólafsson og Arnald Sölva Kristjánsson. Bókin er afrakstur mikils rannsóknarstarfs sem höfundar hafa unnið að um nokkurra ára skeið. Þeir sækja í smiðjur alþjóðlegra rannsókna á þessu sviði og bera saman langtímaþróun á Íslandi við niðurstöður Thomas Piketty og félaga fyrir helstu... Nánar...
 • Hljóð og hlustun
  María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir
  Hljóð og hlustun er kennslubók í framburði og hlustun og er ætluð byrjendum í íslensku sem öðru máli. Fjallað er um framburð einstakra hljóða og vísað í hlustunarefni á netinu með æfingum sem tengjast bókinni. Einfaldar skýringarmyndir hjálpa nemendum að auka orðaforða sinn um leið og þeir æfa framburð.
 • Skólar og lýðræði
  Guðmundur Heiðar Frímannsson
  Lýðræði og skólar: Er eitthvert samband þar á milli? Í þessari bók er því haldið fram að svo sé og að skólar gegni sérstöku hlutverki í lýðræðislegu skipulagi. Lýðræði byggist á því að borgararnir séu reiðubúnir að axla þá ábyrgð og sinna þeim skyldum sem því fylgja. Í lýðræði á vilji borgaranna, almannaviljinn, að ná fram að ganga og stjórna því sem gert er og stefnt er... Nánar...
 • Framtíðarmúsík
  Kristín Valsdóttir
  Síðastliðna tvo áratugi hefur orðið mikil gerjun og endurnýjun á sviði tónlistarmenntunar. Nýjar aðferðir og ný viðmið hafa rutt sér rúms í tónlistar- og tónmenntakennslu og tónlistarskólar leitast eftir auknu samstarfi við ólík skólastig.  Þessi bók inniheldur tólf greinar sem byggðar eru á nýjum rannsóknum og þróunarverkefnum tengdum tónlistarmenntun og tónlistarmiðlun. Bakgrunnur höfunda er... Nánar...
 • Tilbrigði III - Sérathuganir
  Höskuldur Þráinsson o.fl.
  Þriðja bindi verksins Tilbrigði í íslenskri setningagerð er komið út. Í þessu bindi er fjallað nánar um mörg þeirra tilbrigða sem sagt var frá í fyrri bindum og reynt að skýra eðli þeirra. Þar má nefna orðaröð í aukasetningum, vaxandi notkun vera að með sögnum af ýmsu tagi (sbr. Ég er ekki að skilja þetta), eignarsambönd með forsetningunni hjá (Hundurinn hjá henni dó í gær), frumlagsfall í... Nánar...
 • Almanak HÍ 2019
  Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson
  Út er komið Almanak fyrir Ísland 2019 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 183. árgangur ritsins. Þorsteinn Sæmunds­son stjörnufræð­ing­ur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísind­a­stofnun Háskólans hafa samið og reiknað almanakið. Ritið er 96 bls. að stærð. Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og  gang himintungla. Lýst er helstu... Nánar...
 • Merki og form
  Gísli B. Björnsson
  Hönnun Gísa B. Björnssonar er mörgum hér á landi vel kunn. Á löngum starfsferli hefur hann hannað merki fjölda stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka og hafa mörg þessara merkja verið í opinberri notkun í áratugi. Óhætt er að segja að Gísli sé frumkvöðull á sviði grafískrar hönnunar og einn afkastamesti merkjahönnuður landsins. Hann hefur einnig starfrækt auglýsingastofu og unnið við kennslu til... Nánar...
 • Á mörkum mennskunnar
  Jón Jónsson
  Sögur af sérkennilegu fólki hafa lengi heillað Íslendinga. Þar á meðal eru fjölbreyttar sagnir um fátækt förufólk sem flakkaði um landið fyrr á öldum. Hér er fjallað um þessar frásagnir og stöðu flakkara í samfélaginu fram á 20. öldina. Þeir voru umtalaður hópur, rækilega jaðarsettur og oft líkari þjóðtrúarverum en manneskjum í sögunum. Hörmulegt atlæti Stuttu - Siggu í æsku, skringileg... Nánar...
 • Heilnæmi jurta og hollusta matar
  Margrét Þorvaldsdóttir og Sigmundur Guðbjarnason
  Hjónin Margret Þorvaldsdóttir og Sigmundur Guðbjarnason hafa löngum verið áhugasöm um þær forvarnir gegn sjúk- dómum sem finna má í náttúrunni. Í þessari bók hafa þau tekið saman margvíslegan fróðleik um slíka eiginleika jurta og ávaxta – Sigmundur frá sjónarhóli vísinda og Margret í ljósi sögunnar. Í grænmeti og ávöxtum er að finna fjölmörg efni sem styrkja varnir... Nánar...
 • Afbrot og íslenskt samfélag
  Helgi Gunnlaugsson
  Bókin Afbrot og íslenskt samfélag er innlegg í umræðu um íslenskt samfélag og þróun þess frá sjónarhorni félags– og afbrotafræðinnar. Tilgangur bókarinnar er að koma á framfæri aðgengilegu íslensku lesefni um afbrot á Íslandi og um leið að vekja áhuga og umræður um málefnið. Stuðst er við viðhorfsmælingar, opinber gögn, rýnihópa, fjölmiðla og niðurstöður sem túlkaðar eru í ljósi alþjóðlegs... Nánar...

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is