Háskóli Íslands

Leit

Leitar í titlum og höfundum
 • Við kvikuna
  Kristín Guðrún Jónsdóttir
  Örsagan á sér langa hefð í álfunni og sýnir bókin gróskuna og fjölbreytileikann sem hún hefur öðlast í meðförum rithöfunda álfunnar.    Bókin er sýnisbók og geymir alls kyns sögur. Oft er stutt í húmorinn, háðið og fantasíuna, stundum vilja sögurnar bíta og koma við kvikuna. Í Hugvarpi – hlaðvarpi Hugvísindasviðs Háskóla Íslands má fá nasasjón af örsögum bókarinnar. Þær eru 156 talsins... Nánar...
 • Frá sál til sálar: Ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings
  Jörgen L. Pind
  Þegar vér virðum vel fyrir oss form hluta eða hreyfingar þeirra, eða hlustum með óskiptri athygli á hljóð, þá vaknar löngum hjá oss hneigð til að líkja eftir því sem vér sjáum eða heyrum, líkja eftir því með vöðvahreyfingum sem verða í líkömum vorum. Þannig lýsti Guðmundur Finnbogason (1873–1944) kjarnanum í merkilegri kenn­ ingu sinni um samúðarskilninginn sem fjallar um „þær... Nánar...
 • Hernaðarlist meistara Sun
  Geir Sigurðsson
  Hernaðarlist Meistara Sun, eða á frummálinu Sunzi bingfa 孫子兵法, er eitt rómaðasta og víðlesnasta fornrit Kínverja. Bein áhrif þess á hernaðartækni Kínverja og þjóðanna í kring í tímanna rás verða vart ofmetin. Inntak ritsins endurspeglar einnig almennari „strategíska“ hugsun Kínverja sem beitt hefur verið á fjöl­mörgum sviðum daglegs lífs, til dæmis í stjórn­málum, viðskiptum... Nánar...
 • Af neista verður glóð
  Halldór S. Guðmundsson og Sigrún Harðardóttir
  Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, er frumkvöðull sem sett hefur mark sitt á þróun íslensks samfélags og velferðarmála, bæði á hinum starfstengda vettvangi og á sviði fræðaiðkunar. Rannsóknarsvið hennar er víðfeðmt og spannar m.a. fjölskyldumál og samskipti, barna- og fjölskylduvernd og rannsóknir og þróun í félagsráðgjöf ásamt... Nánar...
 • Tíðni orða í tali barna
  Jóhanna Thelma Einarsdóttir o.fl.
  Þessi orðtíðnibók er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi um tíðni orða í talmáli barna. Hún sýnir hvaða orð börnunum er tamast að nota þegar þau tjá sig á íslensku í samræðum við fullorðna. Orðtíðnibókin byggir á margra ára vinnu við söfnun málsýna af tali barna og afritun þeirra. Heildarfjöldi orða (lesmálsorða) sem liggur til grundvallar er 100.107, mismunandi orðmyndir eru 7.883 og fjöldi... Nánar...
 • Andvari 2019
  Gunnar Stefánsson
  Þetta 144. árgangur Andvara. Gunnar Stefánsson ritstýrir. Andvari 2019 inniheldur eftirfarandi greinar: Séra Pétur Sigurgeirsson eftir Hjalta Hugason Jón Árnason, ævi og störf eftir Rósu Þorsteinsdóttur Hjónaþáttur: Skáldið og skassið eftir Soffíu Auði Birgisdóttur. Heimsmyndir, ögurstundir og manntafl eftir Ástráð Eyseinsson Uppsala-Edda eftir Gerði Steinþórsdóttur Að sá í akur óvinar síns eftir... Nánar...
 • Raddir frá Spáni
  Erla Erlendsdóttir / Ásdís R. Magnúsdóttir
  Í þessu smásagnasafni eru sögur eftir tuttugu og sex spænskar konur. Rithöfundarnir koma frá héruðum á meginlandi Spánar og frá Kanarí- og Baleareyjum. Smásögurnar – langar sögur og stuttar, örstuttar sögur og örsögur – spanna rúma öld og eru fjölbreyttar að efni og stíl. Þær fjalla um ástir og hatur, gleði og sorg, misrétti og ójöfnuð, vináttu og fjandskap, konur og... Nánar...
 • Eintal sálarinnar
  Þórunn Sigurðardóttir
  Eintal sálarinnar við sjálfa sig eftir Þjóðverjann Martin Moller (1547‒1606) telst til svokallaðra íhugunarrita, þar sem píslargöngu Krists er gerð skil, hún túlkuð og íhuguð. Arngrímur lærði Jónsson (1568‒1648) þýddi ritið í lok 16. aldar en það var fyrst prentað 1599. Ritið er á meðal elstu þýddu guðræknirita í lútherskum sið á Íslandi og eitt hið vinsælasta um aldir, enda hafði það mikil áhrif... Nánar...
 • Sympathetic Understanding
  Guðmundur Finnbogason
  Guðmundur Finnbogason (1873–1944) was one of the first scientists to explain our inborn capacity to understand each other’s feelings. His doctoral thesis Sympathetic Understanding was originally published in Denmark 1911, and subsequently in France 1913, where it caught the attention of and inspired the famous child psychologist Jean Piaget. The biological basis for sympathetic understanding... Nánar...
 • Almanak hins íslenska þjóðvinafélags 2020 og árbók 2018
  Þorsteinn Sæmundsson, Gunnlaugur Björnsson og Jón Árni Friðbjörnsson
  Almanak hins íslenska þjóðvinafélags byggir á Almanaki fyrir Ísland 2020 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 146. árgangur ritsins. Þorsteinn Sæmunds­son stjörnufræð­ing­ur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísind­a­stofnun Háskólans hafa samið og reiknað almanakið en Jón Árni Friðjónsson ritstýrir árbók fyrir árið 2018. Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar... Nánar...

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is