Háskóli Íslands

Leit

Leitar í titlum og höfundum
 • Opna svæðið – Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi
  Þröstur Helgason
  Opna svæðið: Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi eftir Þröst Helgason varpar ljósi á tímaritið Birting sem kom út á árunum 1955-1968 og gegndi lykilhlutverki við að innleiða módernisma í íslenskar bókmenntir og listsköpun á tímabilinu. Opna svæðið er fyrsta bókin sem gefin er út um þetta mikilvæga tímarit. Birtingur tilheyrir flokki módernískra eða lítilla tímarita sem settu svip sinn á... Nánar...
 • Verkefnastjórnun og verkfærið MS Project
  Eðvald Möller
  Í bókinni Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll fer eftirfarandi samtal fram milli Lísu og kattarins: Lísa: Getur þú vísað mér veginn? Kötturinn: Hvert ertu að fara? Lísa: Ég veit það ekki. Kötturinn: Þá skiptir ekki máli hvaða leið þú velur, allar leiðir liggja þangað. Kannanir sýna að 97% fólks eru á sömu leið og Lísa og hafa ekki sett sér skýr markmið. Það er eitt af... Nánar...
 • Hugmyndaheimur Páls Briem
  Ragnheiður Kristjánsdóttir og Sverrir Jakobsson
  Páll Briem var einn áhrifamesti stjórnmálamaður Íslands á seinni hluta 19. aldar og markaði víða spor í íslensku þjóðlífi þó að hann næði ekki háum aldri. Starfsævi hans spannaði allan seinni hluta Landshöfðingjatímans og er til marks um þá gerjun sem var í íslensku samfélagi á þeim tíma. Ný baráttumál komu til sögunnar til viðbótar við þjóðfrelsisbaráttuna, svo sem... Nánar...
 • Við kvikuna
  Kristín Guðrún Jónsdóttir
  Örsagan á sér langa hefð í álfunni og sýnir bókin gróskuna og fjölbreytileikann sem hún hefur öðlast í meðförum rithöfunda álfunnar.    Bókin er sýnisbók og geymir alls kyns sögur. Oft er stutt í húmorinn, háðið og fantasíuna, stundum vilja sögurnar bíta og koma við kvikuna. Í Hugvarpi – hlaðvarpi Hugvísindasviðs Háskóla Íslands má fá nasasjón af örsögum bókarinnar. Þær eru 156 talsins... Nánar...
 • Frá sál til sálar: Ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings
  Jörgen L. Pind
  Þegar vér virðum vel fyrir oss form hluta eða hreyfingar þeirra, eða hlustum með óskiptri athygli á hljóð, þá vaknar löngum hjá oss hneigð til að líkja eftir því sem vér sjáum eða heyrum, líkja eftir því með vöðvahreyfingum sem verða í líkömum vorum. Þannig lýsti Guðmundur Finnbogason (1873–1944) kjarnanum í merkilegri kenn­ ingu sinni um samúðarskilninginn sem fjallar um „þær... Nánar...
 • Hernaðarlist meistara Sun
  Geir Sigurðsson
  Hernaðarlist Meistara Sun, eða á frummálinu Sunzi bingfa 孫子兵法, er eitt rómaðasta og víðlesnasta fornrit Kínverja. Bein áhrif þess á hernaðartækni Kínverja og þjóðanna í kring í tímanna rás verða vart ofmetin. Inntak ritsins endurspeglar einnig almennari „strategíska“ hugsun Kínverja sem beitt hefur verið á fjöl­mörgum sviðum daglegs lífs, til dæmis í stjórn­málum, viðskiptum... Nánar...
 • Af neista verður glóð
  Halldór S. Guðmundsson og Sigrún Harðardóttir
  Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, er frumkvöðull sem sett hefur mark sitt á þróun íslensks samfélags og velferðarmála, bæði á hinum starfstengda vettvangi og á sviði fræðaiðkunar. Rannsóknarsvið hennar er víðfeðmt og spannar m.a. fjölskyldumál og samskipti, barna- og fjölskylduvernd og rannsóknir og þróun í félagsráðgjöf ásamt... Nánar...
 • Tíðni orða í tali barna
  Jóhanna Thelma Einarsdóttir o.fl.
  Þessi orðtíðnibók er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi um tíðni orða í talmáli barna. Hún sýnir hvaða orð börnunum er tamast að nota þegar þau tjá sig á íslensku í samræðum við fullorðna. Orðtíðnibókin byggir á margra ára vinnu við söfnun málsýna af tali barna og afritun þeirra. Heildarfjöldi orða (lesmálsorða) sem liggur til grundvallar er 100.107, mismunandi orðmyndir eru 7.883 og fjöldi... Nánar...
 • Andvari 2019
  Gunnar Stefánsson
  Þetta 144. árgangur Andvara. Gunnar Stefánsson ritstýrir. Andvari 2019 inniheldur eftirfarandi greinar: Séra Pétur Sigurgeirsson eftir Hjalta Hugason Jón Árnason, ævi og störf eftir Rósu Þorsteinsdóttur Hjónaþáttur: Skáldið og skassið eftir Soffíu Auði Birgisdóttur. Heimsmyndir, ögurstundir og manntafl eftir Ástráð Eyseinsson Uppsala-Edda eftir Gerði Steinþórsdóttur Að sá í akur óvinar síns eftir... Nánar...
 • Raddir frá Spáni
  Erla Erlendsdóttir / Ásdís R. Magnúsdóttir
  Í þessu smásagnasafni eru sögur eftir tuttugu og sex spænskar konur. Rithöfundarnir koma frá héruðum á meginlandi Spánar og frá Kanarí- og Baleareyjum. Smásögurnar – langar sögur og stuttar, örstuttar sögur og örsögur – spanna rúma öld og eru fjölbreyttar að efni og stíl. Þær fjalla um ástir og hatur, gleði og sorg, misrétti og ójöfnuð, vináttu og fjandskap, konur og... Nánar...

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is