Háskóli Íslands

Leit

Leitar í titlum og höfundum
 • Sjálf í sviðsljósi
  Ingibjörg Sigurðardóttir, Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon
  Ingibjörg Steinsdóttir er ekki hér. Hún er ekki lengur til sem lifandi vera en minjar um ævi hennar liggja hins vegar eins og reki í margs konar ,,textum". Sögur af Ingibjörgu hafa verið skrifaðar og endurskrifaðar, sagðar og endursagðar, lesnar og túlkaðar á margvíslegan hátt. Dótturdóttir og nafna Ingibjargar hitti ömmu sína aldrei í lifanda lífi en ólst upp við litríkar sögur af henni og... Nánar...
 • Andvari 2020
  Ármann Jakobsson
  Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Ritstjóri er Ármann Jakobsson. Aðalgrein Andvara 2020 er æviágrip Brodda Jóhannessonar skólastjóra. Höfundur er Þórólfur Þórlindsson, prófessor emeritus við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Þórólfur fjallar þar rækilega um hugmyndir Brodda og samhengi þeirra.  Í Andvara er einnig grein eftir Láru Magnúsardóttur sagnfræðing þar sem hún... Nánar...
 • Júdít
  Svanhildur Óskarsdóttir
  Með þessari bók hefst ný ritröð sem nefnist Fornar biblíuþýðingar. Hún hefur að geyma forna þýðingu á Júdítarbók, einu af svonefndum apókrýfu ritum Gamla testamentisins. Þýðingin er gerð úr latínu og gæti hafa orðið til um 1300 en hún er eingöngu varðveitt í handriti frá síðasta þriðjungi fjórtándu aldar, AM 764 4to. Handritið var að líkindum sett saman í Skagafirði og hugsanlega ætlað nunnum í... Nánar...
 • Makkabear
  Karl Óskar Ólafsson og Svanhildur Óskarsdóttir
  Þessi bók er önnur í ritröðinni Fornar biblíuþýðingar. Hún hefur að geyma þýðingu á Makkabeabókunum sem gerð var á sextándu öld en hefur aldrei áður birst á prenti. Ritið telst til svonefndra apókrýfra rita Gamla testamentisins og dregur nafn sitt af frelsishetju Gyðinga, Júdasi Makkabeusi og bræðrum hans. Þýðingin sem hér kemur fyrir augu lesenda er aðeins varðveitt í einu handriti sem skrifað... Nánar...
 • Tvímælis
  Atli Harðarson
  Til hvers eru skólar? Geta yfirvöld stjórnað þeim? Bætir aukin skólaganga efnaleg kjör okkar? Gerir hún okkur að betri mönnum? Í þessari bók er rökstutt að hugsunarleysi um spurningar sem þessar ali af sér afglöp í stjórn og uppbyggingu skólastarfs.
 • Frumgerðir og eftirmyndir
  Eyja Margrét Brynjarsdóttir
  Fyrir hvern er heimspeki? Er hún einangruð kvenfjandsamleg grein eða getur hún verið fyrir alls konar fólk? Í bókinni er að finna tólf ritgerðir þar sem leitað er svara við spurningum á borð við þessar. Meðal annarra viðfangsefna má nefna beitingu rökhugsunar, aðferðir við að skoða eðli hlutanna og virkni peninga í samfélaginu.  
 • Handleiðsla – Til eflingar í starfi
  Sigrún Júlíusdóttir
  Í þessari bók fjalla sautján sérfræðingar úr ólíkum faghópum um handleiðslu innan velferðarþjónustu og vinnumarkaðar. Sagt er frá hugmynda- og þekkingar- grunni handleiðslufræða og hlutverki handleiðara. Handleiðari hefur menntun og færni til að hjálpa fagmanni til að laða fram það besta í sjálfum sér, njóta sín í starfi og sækja sér sérhæfingu í takti við þarfir og aðstæður... Nánar...
 • Gagnfræðakver, 5. útgáfa
  Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson
  í þessu kveri er að finna ýmislegt sem háskólakennarar ætlast til að nemendur þeirra kunni, ýmislegt sem jafnvel skiptir sköpum í námi en er þó sjaldan beinlinis kennt. Fjallað er um námstækni og vinnubrögð í háskóla, bókasöfn, skipulag ritsmíða, ritað mál, orðanotkun, heimildanotkun, þýðingar á erlendu efni, uppsetningu taflna og sitthvað fleira sem huga þarf að í rannsóknavinnu og námi.... Nánar...
 • Almanak Háskóla Íslands 2021
  Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson
  Út er komið Almanak fyrir Ísland 2021 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 185. árgangur ritsins. Þorsteinn Sæmunds­son stjörnufræð­ing­ur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísind­a­stofnun Háskólans hafa samið og reiknað almanakið. Ritið er 96 bls. að stærð. Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og  gang himintungla. Lýst er helstu... Nánar...
 • Opna svæðið – Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi
  Þröstur Helgason
  Opna svæðið: Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi eftir Þröst Helgason varpar ljósi á tímaritið Birting sem kom út á árunum 1955-1968 og gegndi lykilhlutverki við að innleiða módernisma í íslenskar bókmenntir og listsköpun á tímabilinu. Opna svæðið er fyrsta bókin sem gefin er út um þetta mikilvæga tímarit. Birtingur tilheyrir flokki módernískra eða lítilla tímarita sem settu svip sinn á... Nánar...

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is