Háskóli Íslands

Leit

Leitar í titlum og höfundum
 • Hugsað með Aristótelesi
  Eiríkur Smári Sigurðarson og Svavar Hrafn Svavarsson
  Aristóteles er án efa einn áhrifamesti heimspekingur sögunnar. Hann er frægasti nemandi Platons, kennari Alexanders mikla, einn af höfundum heimsmyndarinnar sem hin nýju vísindi og upplýsingin sneru niður. Einnig er hann höfundur dyggðasiðfræðinnar sem hefur haft mikil áhrif á siðfræðikenningar frá miðri 20. öld og fram á okkar daga. Hann er líka þekktur fyrir kenningar um að sumar manneskjur séu... Nánar...
 • Lífssögur ungs fólks
  Sigrún Aðalbjarnardóttir
  Fátt er okkur mikilvægara en uppeldi og menntun barna og ungmenna. Í þessari bók beinist athyglin að því mikilvæga hlutverki uppalenda að hlúa að vellíðan og velferð æskunnar, bæði henni og samfélaginu til heilla í samtíð og framtíð. Bókin er á margvíslegan hátt nýjung á innlendum og erlendum vettvangi. Hún byggist á viðamikilli langtímarannsókn höfundar þar sem kannaðir eru... Nánar...
 • Hafið starfar í þögn minni
  Hólmfríður Garðarsdóttir
 • Saga Evrópusamrunans
  Alyson JK Bailes o.fl.
  Saga Evrópusamrunans: Evrópusambandið og þátttaka Íslands fjallar um Evrópusamrunann á aðgengilegan hátt fyrir almenna lesendur. Bókin er fyrsta kennslubókin um Evrópusamrunann á íslensku þar sem fjallað er um þá þróun í íslensku samhengi. Í bókinni er saga Evrópusamrunans rakin frá síðari heimsstyrjöld til dagsins í dag og gerð grein fyrir ákvarðanatöku og málaflokkum... Nánar...
 • Hug/raun
  Bergljót Kristjánsdóttir
  Hvers vegna skiptir hægra ennisblaðið máli þegar talað er um verk Sigfúsar Daðasonar? Má það vera að landslag hafi mótað hugarstarf manna? Hvað veldur því að fólk er alltaf að „lesa“ látæði og svipbrigði annarra og geta sér til um hvað þeir séu að hugsa eða hvað þeir ætli sér að gera? Hvernig hræra ljóð við tilfinningum lesenda eða fylla þá illum grun? Og hvað gerist eiginlega í kollinum á... Nánar...
 • Siðfræði og samfélagsábyrgð
  Øvind Kvalnes
  Álitamál eru alls staðar: í daglegu lífi og starfi, milli vina og innan fjölskyldna. Stundum eru spurningar einfaldar á yfirborðinu en vandasamt reynist að svara þeim. Vandamál sem í fyrstu virðast ekkert tengjast siðferði vekja spurningar um sanngirni, ábyrgð, skyldur og sameiginleg gæði.  Siðfræði og samfélagsábyrgð fjallar á aðgengilegan hátt um siðfræði í atvinnulífi. Hún nýtir helstu... Nánar...
 • Íslenskt lýðræði
  Vilhjálmur Árnason og Henry Alexander Henrysson
  Eftir hrun bankanna 2008 hefur verið kreppa í íslenskum stjórnmálum. Í lýðræðisumræðu hefur mikil áhersla verið lögð á að auka þátttöku borg­ aranna en minna hefur verið skoðað hvernig styrkja megi fulltrúalýð­ ræðið. Í þessari bók er kastljósinu beint að starfsháttum og stefnumótun í stjórnmálum í ljósi hugmynda rökræðulýðræðis. Kannað er hvaða skilningur er ríkjandi á... Nánar...
 • Jane Austen og ferð lesandans - Skáldkonan í þremur kvennagreinum samtímans
  Alda Björk Valdimarsdóttir
  Jane Austen hefur þá sérstöðu meðal höfunda að skoðanirnar á verkum hennar eru næstum því eins áhugaverðar og vekja nánast jafn stórar spurningar og verkin sjálf. Lionel Trilling Verk Jane Austen hafa aldrei verið vinsælli en á okkar dögum og sér ekki fyrir endann á skáldsögum og kvikmyndum sem sótt eru í þau. Í Jane Austen og ferð lesandans er kannað hvernig ímynd Austen lifir áfram innan... Nánar...
 • Sigurtunga
  Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason
  Þessi bók er safn greina um vesturíslenskt mál og menningu eftir tuttugu höfunda. Þær tengjast nýjum rannsóknum á máli og menningarlegri sjálfsmynd fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi og fjalla um sögu og bókmenntir vesturfaranna og þróun þeirrar íslensku sem hefur verið töluð vestra. Íslenskan í Vesturheimi, vesturíslenska, er svokallað erfðarmál, en svo nefnast þau... Nánar...
 • Andvari 2018
  Gunnar Stefánsson

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is