Háskóli Íslands

Líkt og ólíkt

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Anne-Lise Arnesen ritstjóri
Verð: 
ISK 2800 - Kilja
Háskóli Íslands

Kynjavíddin í uppeldisfræðilegri hugsun og starfi 

Í þessu riti birtist safn greina sem er liður í umfangsmikilli norrænni rannsóknar- og þróunarvinnu um jafna stöðu kynja í starfsháttum og inntaki kennaramenntunar, NORD-LILIA. Verkefnið, sem hófst árið 1992 og lýkur með útgáfu þessa rits, hefur verið fjármagnað með framlögum frá Norrænu ráðherranefndinni. Um er að ræða 62 þróunarverkefni í skólum, þar af 7 íslensk. Í þróunarverkefnunum haf tekið þátt 113 kennaraskólakennarar, kennarar og skólastjórnendur við 37 kennaraháskóla og háskóla, kennarar við 21 leik- grunn- og framhaldsskóla og tvö sveitarfélög. 

Ritið fjallar um kyn- og uppeldisfræði á öllum skólastigum og er ætlað kennaranemum, kennurum og öðrum sem hafa áhuga á skólanum sem ramma um nám og þroska barna, stúlkna og drengja. 

Blaðsíðufjöldi: 
163
Útgáfuár: 
1998
ISBN: 
9979-54-265-9
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199845
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is