Listin að lesa

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Árni Bergmann
Í þessu bráðskemmtilega og fróðlega riti lýsir höfundur margs konar lífi í bókum. Hann veltir fyrir sér hvað stýrir vali lesenda á skáldverkum og hverjar væntingar þeir gera til bóka. 
Sjaldnast er mikill friður um skáldskapinn og skáldin. En baráttan um bækurnar snýst ekki aðeins um ótta valdhafa við áhrifamátt bókmennta eða þá kröfu að skáldverkum sé skipað í flokka eftir mikilvægi, því höfundur lýsir einnig á gamansaman hátt stormasamri sambúð rithöfunda við gagnrýnendur og ýmsa strauma í bókmenntafræði. 
Höfundur gerir grein fyrir sjálfum sér sem bókaormi frá barnsaldri, sem bókmenntanema í Rússlandi, sem gagnrýnanda og kennara í bókmenntum og loks sem starfandi rithöfundi og þýðanda. 
Útgáfuár: 
2005
Blaðsíðufjöldi: 
212
ISBN: 
9979-54-653-0
Verknúmer: 
U200545
Verð: 
ISK 3500 - Kilja