Háskóli Íslands

LTI - Lingua Tertii Imperii

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Victor Klemperer
Verð: 
ISK 3490 - Kilja
Háskóli Íslands

LTI – minnisbók fílólógs er eitt höfuðrita þýska fræðimannsins og háskólakennarans Victors Klemperer. 
Bókin er öðrum þræði greining á máli Þriðja ríkisins en hinum þræði saga gyðingsins Klemperers og þeirra sem á vegi hans verða meðan nasistar fara með völd í Þýskalandi. Hún er að sögn hans sjálfs hugsuð sem vísinda- og uppeldisrit. Hún byggir að verulegu leyti á dagbókum hans frá árunum 1933 – 45 en dagbækur hélt hann frá því hann var 16 ára og þar til heilsa hans brast. Í LTD sníður Klemperer dagbókarefnið til og umsemur, gerir athugasemdir við það og fellir í umgjörð sem honum þykir hæfa. Sjálfar dagbækurnar komu hins vegar ekki fyrir almannasjónir fyrr en eftir fall múrsins á tíunda áratug síðustu aldar. Með þeim skipaði Klemperer sér í hóp þekktustu höfunda þýskra, bæði heima og erlendis, enda eru þær einstakt heimildarit um sögu Þýskalands á 20. öld.

Blaðsíðufjöldi: 
331
Útgáfuár: 
2005
ISBN: 
9979-54-692-1
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200568
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is