Háskóli Íslands

Maður undir himni

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Andri Snær Magnason
Verð: 
ISK 1800 - Kilja
Háskóli Íslands

Trú í ljóðum Ísaks Harðarsonar 

"Verkum Ísaks hafði ég kynnst lítillega á unglingsárum. Ég keypti Ræflatestamentið (1984) á bókamarkaði. Myrkrið og kaldhæðnin í henni skrámaði verulega hreina og teflonhúðaða heimsmynd mína, ég hafi satt að segja aldrei lesið bók sem var jafn logandi af hatri út í guð og mannfélagið. Næst las ég Veggfóðraðan óendanleika (1986) og skildi ekki neitt í neinu og sannfærðist um að skáldið hefði brjálast endanlega." 

Maður undir himni fjallar um trú og guðsmynd í ljóðum Ísaks Harðarsonar sem er meðal fremstu ljóðskálda þjóðarinnar. 

Maður undir himni er þriðja bókin í Ungum fræðum en í ritröðina eru valdar framúrskarandi BA-ritgerðir nemenda í íslenskum bókmenntum og almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. 

Bókin Maður undir himni er unnin upp úr BA-ritgerð Andra Snæs Magnasonar, ljóðskálds. 

Blaðsíðufjöldi: 
102
Útgáfuár: 
1999
ISBN: 
9979-54-368-X
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199940
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is