Háskóli Íslands

Milli mála 2013

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ásdís R. Magnúsdóttir, Erla Erlendsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir
Verð: 
4500
Háskóli Íslands

Milli mála – tímarit um erlend tungumál og menningu er nú komið út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Þetta er 5. hefti tímaritsins og er það helgað þemanu útlendingar. Sjö greinar eru tileinkaðar því efni. Þær fjalla um íslensku sem annað mál, ferðalýsingu í bréfi Tómasar Sæmundssonar sem birtist í Fjölni 1836, tvö verk eftir skoska rithöfundinn Robin Jenkins, villimenn Nýja heimsins í skrifum Michels de Montaigne og fólksflutninga vestur um haf eftir sameiningu Ítalíu 1860 og til upphafs fyrri heimsstyrjaldarinnar. Í greinum utan þema er fjallað um stöðupróf í tungumálum við Háskóla Íslands, skáldsögu Tove Ditlevsen, Man gjorde et Barn Fortræd og tökuorð á sviði siglinga og skipasmíði.
Milli mála 2013 birtir einnig íslenska þýðingu á esseyju eftir Michel de Montaigne og umfjöllun um rit Pauls Kußmaul, Verstehen und Übersetzen. Ein Lehr– und Arbeitsbuch frá árinu 2010.

Blaðsíðufjöldi: 
346
Útgáfuár: 
2014
ISBN: 
978-9935-23-026-3
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201404
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is