Mosaic of Gender, The

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Steinunn Hrafnsdóttir

The working environment of Icelandic social service managers 
This book provides a comprehensive analysis of the working environment of Icelandic social service managers. It draws on both quantitative and qualitative data and is focussed on the question of gender. In the first part of the book a variety of explanations are offered to understand how societies define and treat gender differences, as well as a review of the literature related to gender and the working environment. The development of the Icelandic welfare system is discusses and the labour market in Iceland is explored with special emphasis on occupational segregation. Subsequent chapters present the findings of the first research on the working environment of Icelandic social service managers. The book explores the career development of social service managers, their work roles and management styles. It provides detailed evidence of job satisfaction, work stress and work support in the workplace, and the managers’ experiences of relations between work and family life. Finally it looks at the effects of female domination on the work environment and attitudes towards men working in the social services. 
This book will be of interest to those studying and teaching social work, management, gender studies and related disciplines. It should also be useful for employers, managers and practitioners and the wider audience concerned about the working environment, welfare and social policy. 

 

Í bókinni er gerð greining á vinnuumhverfi stjórnenda í félagsþjónustu á Íslandi. Hún byggir á spurningalistakönnun og viðtölum við stjórnendur í félagsþjónustu. Áhersla er lögð á hvernig hugmyndir um kyn geta varpað ljósi á ýmsa þætti í vinnuumhverfinu. Í fyrri hluta bókarinnar er gerð grein fyrir skilgreiningum og kenningum um kyn. Jafnframt er fjallað um þróun íslenskrar félagsþjónustu og kynskiptan vinnumarkað. Í síðari hluta bókarinnar er greint frá niðurstöðum rannsóknar á vinnuumhverfi stjórnenda í félagsþjónustu á Íslandi. Starfsferill, vinnuhlutverk og stjórnunarstíll stjórnendanna er rannsakaður. Einnig er starfsánægja, vinnuálag, stuðningur á vinnustað og tengsl milli vinnu og fjölskyldu könnuð. Að lokum er athugað hvaða áhrif það hefur á vinnustaðina að konur starfa þar í meirihluta og hvaða viðhorf eru til karla sem starfa við félagslega þjónustu.

 

Bókin ætti að vekja áhuga hjá þeim sem stunda kennslu og rannsóknir í félagsráðgjöf, stjórnun, kynjafræðum og skyldum fræðigreinum. Hún ætti einnig að vera gagnleg fyrir stjórnendur og starfsfólk sem hefur áhuga á vinnuumhverfi, velferð og félagsmálastefnu.

 

Steinunn Hrafnsdóttir er lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún lauk félagsráðgjafarprófi 1988, meistaraprófi í stjórnun 1991 og doktorsprófi í félagsráðgjöf frá Háskólanum í Kent 2004. Rannsóknir hennar beinast að stjórnun, sjálfboðastörfum og félagsmálastefnu. 

Útgáfuár: 
2005
Blaðsíðufjöldi: 
272
ISBN: 
9979-54-639-5
Verknúmer: 
U200509
Verð: 
ISK 3500 - Paperback