Háskóli Íslands

Nám fyrir alla

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ferguson et.al.
Verð: 
4900
Háskóli Íslands

Í nemendahópum grunn- og leikskóla eru nemendur nú með fjölbreyttari þarfir en áður hefur verið. Það er spennandi verkefni að koma til móts við svo fjölbreyttan hóp og skapa skóla þar sem allir eru viðurkenndir í skólasamfélaginu, en það er einnig krefjandi vegna þess að það kallar á margvíslega færni og reynslu þeirra starfsmanna sem sinna nemendahópnum.

Í bókinni Nám fyrir alla – undirbúningur, kennsla og mat í skóla margbreytileikans er fjallað um hvernig hægt er að gera nám að gæðanámi fyrir alla nemendur. Bent er á leiðir að þessu marki og gefin dæmi. Þá eru birt eyðublöð sem kennarar geta nýtt sér til að kynnast nemendum sínum betur, auka samstarf við samkennara og fjölskyldur nemenda, kenna í getublönduðum hópum, meta nám nemenda og veita þeim endurgjöf.

Í bókinni er lögð áhersla á:
• Námskrárgerð
• Að afla upplýsinga um nemendur til að sníða megi námið betur að þeim
• Að virkja fjölskyldur við bekkjarnámskrárgerð og kennslu
• Að skipuleggja fyrir hópinn um leið og einstaklinginn
• Að ná jafnvægi í kennslu getublandaðra hópa
• Námsmat og endurgjöf

Bókin er samin af hópi kennara og sérkennara og er afrakstur 15 ára þróunarstarfs. Hugmyndum bókarinnar er ætlað að styrkja alla kennara í kennslu sinni og benda á nýjar leiðir í samstarfi bekkjarkennara og sérkennara.

Þýðandi bókarinnar er Ásta Björk Björnsdóttir sérkennari og kennsluráðgjafi

Blaðsíðufjöldi: 
122
Útgáfuár: 
2012
ISBN: 
978-9979-54-940-6
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201127
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is