Háskóli Íslands

Náttúra ljóðsins

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sveinn Yngvi Egilsson
Verð: 
4500 kilja/5900 Hart spjald
Háskóli Íslands

Náttúra og umhverfi hafa verið eitt helsta yrkisefni íslenskra skálda frá því á 19. öld. Í bókinni er sýnt hvernig rómantísk skáld móta myndina af íslenskri náttúru og leggja áherslu á ólíkar hliðar hennar, allt frá ægifegurð eldfjalla og hafíss til algrænnar sveitasælu. Mynd Íslands verður mikilvæg í sjálfstæðisbaráttunni og tengist menningarpólitík, en náttúrusýnin þróast og verður sálfræðilegri á 20. öld í ljóðum íslenskra nútímaskálda sem lýsa innra landslagi og hugarheimum.
Rauði þráðurinn í bókinni er rómantíkin og arfleifð hennar frá Jónasi Hallgrímssyni til núlifandi skálda sem yrkja þannig um náttúru og umhverfi að það má lesa í ljósi skáldskapar og fagurfræði 19. aldar. Auk Jónasar koma hér einkum við sögu Steingrímur Thorsteinsson, Matthías Jochumsson, Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind), Snorri Hjartarson, Hannes Pétursson og Gyrðir Elíasson.
Náttúra ljóðsins er fyrsta heildstæða rannsóknin sem gerð er á náttúrusýn og umhverfisvitund í íslenskri ljóðagerð og hér er beitt fræðikenningum sem varpa ljósi á viðfangsefnið og tengjast vistrýni (e. ecocriticism). Bókin kemur út á vegum Bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands og Háskólaútgáfunnar.

„Þetta er bók sem allir sannir ljóðaunnendur ættu að hafa yndi af að lesa. Vel skrifað og upplýsandi verk.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Mbl. 4. okt. 2014

 

****  „Allt er þetta skrifað af mikilli hugkvæmni og virðingu fyrir viðfangsefninu.“

Sölvi Sveinsson, Mbl. 15. nóv. 2014

 

Blaðsíðufjöldi: 
258
Útgáfuár: 
2014
ISBN: 
978-9935-23-038-6/978-9935-23-052-2
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201413/U201413H
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is