Nauðgun

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Sigrún Júlíusdóttir

Rannsóknarviðtöl við  24  konur,  eftir  Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor  í  félagsráðgjöf  við Háskóla Íslands.  Bókin  byggir á viðtölum  sem Sigrún  tók í tengslum við rannsóknarstarf nauðgunarmálanefndar í lok 9. áratugsins, en  Sigrún hefur áratuga reynslu  af  meðferðarvinnu  með fórnarlömbum kynferðisofbeldis og  hefur kennt um það efni í félagsráðgjöf og annars staðar.
 
Í  þessari  nýju, endurunnu útgáfu sem Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi, talskona Stígamóta, ritar formála að, er að finna nýjan inngangkafla og  uppfært yfirlit  um  fræðileg verk  og umræðu  á sviði nauðgunarmála  síðustu ár. Þá er í  bókinni  vandað yfirlit  í  viðaukum þar sem Guðrún Agnarsdóttir, læknir  ritar um þróun þjónustu og Svala Ísfeld Ólafsdóttir, lögfræðingur  um  þróun löggjafar í málaflokknum.  Í umsögn um bókina  á baksíðu  segir Björgvin Björgvinson, hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar að „ Nauðgun ætti aðvera  skyldulesning  allra ungra karla framhaldsskólum“.  Bókin er ætluð almenningi  og fagfólki og   nemendum á sviði félags- heilbrigðis og réttarkerfis.

Útgáfuár: 
2011
Blaðsíðufjöldi: 
138
ISBN: 
978-9979-54-922-0
Verknúmer: 
U201134
Verð: 
4990