Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ívar Jónsson

Frá kenningum til athafna 

Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði er ný fræðigrein sem hefur skapað sér fastan sess við háskóla á Vesturlöndum. 
Hér er fjallað um helstu viðfangsefni þessarar fræðigreinar og tengsl hennar við aðrar fræðigreinar. Gerð er grein fyrir hvers vegna skólaspeki viðtekinnar hagfræði og hagrænnar frjálshyggju er gagnslítil til skýringar á hreyfiöflum nýsköpunarstarfsemi. Jafnframt er fjallað um snertifleti hennar við sálfræði, félagsfræði og stjórnmálafræði. Gerð er grein fyrir helstu kenningum og rannsóknum innan nýsköpunar- og frumkvöðlafræða og fjallað um stjórnunaraðferðir nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi. 
Í lok bókarinnar setur höfundur fram kenningu um samræna nýsköpunarstarfsemi sem leggur áherslu á að nýsköpun er fyrst og fremst samstarfsferli. Bókin er gagnleg við kennslu námskeiða á BA/B.Sc – og meistarastigum í háskólum, en er skrifuð þannig að hún er aðgengileg fyrir alla þá sem vilja kynna sér þessa nýju og heillandi fræðigrein. 
Dr. Ívar Jónsson prófessor hefur um þrjátíu ára skeið stundað rannsóknir og kennslustörf á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlafræða. Hann hefur gefið út fjölda ritgerða og greina um þetta viðfangsefni og kennt á námskeiðum í háskólum á Íslandi, í Danmörk, Svíðþjóð og á Grænlandi. 
Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarsetursins á Egilsstöðum ehf.

Útgáfuár: 
2008
Blaðsíðufjöldi: 
278
ISBN: 
978-9979-54-781-5
Verknúmer: 
U200803
Verð: 
ISK 3900 - Kilja