Háskóli Íslands

NÝTT FÓLK-Þjóðerni og verkalýðsstjórnmál 1901-1944

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ragnheiður Kristjánsdóttir
Verð: 
ISK 3950 - Kilja
Háskóli Íslands
Myndun íslensks þjóðríkis var fyrirferðamesta viðfangsefni stjórnmálanna á upphafsárum verkalýðshreyfingarinnar. Takmarkaði það svigrúm hennar á stjórnmálasviðinu, eða jók það slagkraft hennar? Hvernig mótaði orðræða sjálfstæðisbaráttunnar sjálfsmynd íslensks verkafólks? Að hvaða marki streittist það á móti eða hafði áhrif á þróun íslenskrar þjóðernisstefnu? Hvernig tengdist tjórnmálaorðræða verkalýðsflokkanna, sem að stofninum til var sósíalísk, og þjóðernisorðræðan? Hvaða hlutverki gegndu verkalýðsflokkarnir í myndun íslenska þjóðríkisins? Í bókinni er leitað svara við þessum spurningum. Markmiðið hennar er að gera grein fyrir eðli og þróun þeirrar þjóðernishyggju sem greina má í stjórnmálaorðræðu íslenskrar verkalýðshreyfingar og þeirra flokka sem stofnaðir voru í hennar nafni á árunum 1901–1944.
Blaðsíðufjöldi: 
320
Útgáfuár: 
2008
ISBN: 
978-9979-54-801-0
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200825
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is