Háskóli Íslands

Orðaskrá úr stjörnufræði með nokkrum skýringum

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
ORÐANEFND STJARNVÍSINDAFÉLAGS ÍSLANDS
Verð: 
ISK 1000 - Harðspjaldabók
Háskóli Íslands
Skráin er samin af orðanefnd Stjarnvísindafélags Íslands sem stofnað var árið 1990 undir formennsku Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings, en ásamt honum hafa þeir Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur og Guðmundur Arnlaugsson stærðfræðingur og fyrrverandi rektor unnið lengst að verkinu. Skráin er bæði ensk-íslensk og íslensk-ensk og nær yfir rúmlega tvö þúsund hugtök. Í henni er að finna fjölda nýyrða auk orða sem áður hafa birst í íslenskum ritum. Flestum hugtakanna fylgja stuttar skýringar sem auka mjög notagildi skráarinnar. Í formála er þess getið að Lýðveldissjóður hafi veitt styrk til útgáfunnar. 

Orðaskrá Stjarnvísindafélagsins á erindi til allra þeirra sem áhuga hafa á stjörnufræði eða þurfa að fjalla um það efni í námi eða starfi.

Blaðsíðufjöldi: 
160
Útgáfuár: 
1996
ISBN: 
9979-54-143-1
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199645
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is