Háskóli Íslands

Orðgnótt

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðmundur Arnkelsson
Verð: 
3200
Háskóli Íslands

Orðalisti í almennri sálarfræði - 5. útgáfa Þessi orðalisti er tilkominn vegna skorts á aðgengilegum orðalista í sálarfræði á háskólastigi. Grunnur var lagður að listanum með því að orðtaka kennslubækur í inngangsnámskeiðum í sálarfræði. Auk þess hefur verið leitað til starfandi háskólakennara og þeir beðnir um að lesa yfir sín svið og bæta við orðum eins og þurfa þykir. Við val íslenskra fræðiheita var miðað við að velja orð sem voru í raunverulegri notkun meðal háskólakennara. Að öðru leyti var leitast við að fara milliveg milli hversdags-máls og skringiyrða. Litið var á það sem kost fremur en löst ef fleiri en eitt íslenskt orð væri gefið upp fyrir hvert erlent.

Í 5. útgáfu Orðgnóttar hefur allur texti verið yfirfarinn, stafavillur, missagnir og stöku efnisvillur lagfærðar. Nokkur fræðiheiti hafa bæst við, hátt í hundrað orðskýringar og 14 myndir. Mest áhersla hefur verið lögð á að auka við orðskýringar í tölfræði. Í þessari útgáfu eru 3.805 erlend heiti, 773 orðskýringar og 54 myndir.

Blaðsíðufjöldi: 
196
Útgáfuár: 
2000
ISBN: 
9979-54-693-X
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200025
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is