Háskóli Íslands

Ráðgjöf í skólum

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðrún Helga Sederholm
Verð: 
ISK 1500 - Kilja
Háskóli Íslands

Handbók í félagsráðsgjöf og námsráðgjöf 

Ráðgjöf við ungt fólk er vandasöm og mikilvæg. Ef hún er unnin á faglegan hátt og stendur öllum til boða þá felur hún í sér fyrirbyggjandi þátt sem styrkir samband barna og foreldra. Ráðgjafar í skólum heita nemendum fullum trúnaði og skapa þannig traust tengsl við þá sem geta skipt sköpum. Markmið með ráðgjöf við ungt fólk í skólum er að sinna því í námstengdum málum og einkamálum. Á þann hátt tekst að skapa betri vinnuskilyrði heima og í skóla. Brottfall nemenda úr námi í framhaldsskólum er öllum áhyggjuefni. Það er vísbending um að ungt fólk á við vandamál að etja og ekki má gleyma hópnum sem stendur sig vel í skóla en finnur ekki hamingjuna í hvunndeginum. Bókin er byggð á langri reynslu höfundarins, Guðrúnar Helgu Sederholm, af vinnu með börnum og unglingum, sem kennari og ráðgjafi. 

Guðrún Helga Sederholm er félagsráðgjafi og námsráðgjafi við Menntaskólann við Sund. 

Blaðsíðufjöldi: 
59
Útgáfuár: 
1999
ISBN: 
9979-54-372-8
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199917
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is