Háskóli Íslands

Rekferðir

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðni Elísson
Verð: 
3900
Háskóli Íslands

Rekferðalangurinn styðst hvorki við kortabækur né leiðartæki því að áfangastaðirnir ráðast af straumum og sjávarföllum. Rekferðir eru án fyrirheits, leið til þess að skoða veruleikann út frá óvænt- um sjónarhornum. Enda storka þær túlkandanum ekki síður en lesendum og ganga oft gegn fyrirfram mótuðum merkingarkerfum. Í nýstárlegri og ögrandi menningargreiningu tekur Guðni Elísson saman hugleiðingar sínar um góðærisárin. Hann fjallar um útrás og frjálshyggju, eggjárnafagurfræði, einelti, neyslu og forseta lýðveldisins. Hann ver borgaralega óhlýðni á einhuga tímum og týnir sér í áleitnum hugleiðingum um mávastell, skötuát, skyggnilýsingar, súludansmeyjar, slagsmál á Austurvelli og eitthundraðprósent listamannssaur.

Guðni Elísson er prófessor í almennri bókmenntafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hans fjallar um Byron lávarð, en á undanförnum tveimur áratugum hefur hann ritstýrt fjölda bóka og skrifað greinar um bókmenntir, kvikmyndir og menningarmál. Auk þess hefur hann talsvert fjallað um umhverfisverndarorðræðuna og gagnrýnt pólitísk skrif um loftslagsvísindi.

Vörður í menningarfræði samtímans er ný ritröð á vegum Stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur sem hefur einkum það markmið að birta greinasöfn sem fjalla um menningarleg málefni og ýmis þau fræði er varða samtímann. Fyrstu bækurnar í þessari ritröð eru greinasafnið Rekferðir. Íslensk menning í upphafi nýrrar aldar eftir Guðna Elísson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og Viðbrögð úr Víðsjá, safn ritdóma eftir Gauta Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands.

„Varla eru til betri meðmæli með höfundi en að skrif hans fari í
taugarnar á eigendum Morgunblaðsins. Á endanum kallaði sam-
félagsgreiningin í Lesbókinni á sérstakar aðgerðir.“
-Þröstur Helgason, fyrrv. ritstjórnarfulltrúi Lesbókar Morgunblaðsins

„Guðni Elísson er hrópandinn í árabátnum. Hann er óhræddur við að stíga
út fyrir hefðbundna akademíska umræðu og er einn mikilvægasti en
jafnframt skemmtilegasti samfélagsrýnir okkar.“
-Björn Þór Vilhjálmsson, bókmenntafræðingur.

„...það væru frekar skáldsögur eins og Anatómía augnabliksins eftir Cercas sem ríma við Guðna, því bækur af þessu tagi gefa bestu skáldsögum ekkert eftir. Þær eru óþarflega lítið vinsælar hjá bókmenntaþjóðinni miðað við skemmtilesturinn sem þær geta verið, sem Rekferðir er."
- Herman Stefánsson. Spássían, 2012.

Blaðsíðufjöldi: 
341
Útgáfuár: 
2011
ISBN: 
978-9979-54-931-4
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201143
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is