Háskóli Íslands

Rithöfundur Íslands

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Alda Björk Valdimarsdóttir
Verð: 
ISK 3900 - Kilja
Háskóli Íslands
Listamaðurinn og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason hefur verið
áberandi í íslensku menningar- og fjölmiðlalífi. Hann hefur sent frá
sér ljóð, skáldsögur og leikrit, auk fjölmargra greina og pistla um
margvísleg málefni sem lýsa sterkum skoðunum hans á íslenskri
menningu og samfélagi. Í þessu verki er fjallað um skáldskaparferil
hans og sjónum þá einkum beint að skáldsögunum Þetta er allt að
koma, 101 Reykjavík, Höfundi Íslands, Roklandi og Herra alheimi,
auk þess sem vikið er að ljóðasafni hans og leikritinu Skáldanótt.
Verkin eru skoðuð í ljósi hugmynda um höfundarímyndina,
bókmenntahefðina og karnívalið svo fátt eitt sé nefnt, auk þess sem
fjölbreytileg staða Hallgríms í menningarlífinu er könnuð.

Alda Björk Valdimarsdóttir leggur stund á doktorsnám í bókmenntafræði,
en verkið er byggt á lokaverkefni hennar í MA-námi við
Háskóla Íslands.

Ritröð Studia Islandica nr. 60

Blaðsíðufjöldi: 
0
Útgáfuár: 
2008
ISBN: 
978-9979-54-810-0
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200850
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is