Ritið:3/2011 - Evrópa

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ásdís R. Magnúsdóttir og Þröstur Helgason

Þriðja hefti Ritsins 2011 var nýverið gefið út með greinum um Evrópa í forgrunni. Evrópugreinarnar fjalla um sögu sjálfsmyndar Evrópubúa, um stöðu þjóðríkisins innan Evrópusambandsins, málstefnu sambandsins og menningarlega þjóðardýrlinga Evrópu. Undir Evrópuþemanu er einnig birt þýðing á nýlegri grein eftir franska heimspekinginn Étienne Balibar um framtíð Evrópusambandsins í kjölfar efnahagskreppu. Höfundar Evrópugreinanna eru Sverrir Jakobsson, Guðmundur Hálfdanarson, Gauti Kristmannsson og Jón Karl Helgason.
Í Ritinu er einnig birtar greinar um guðfræði og loftslagsbreytingar, landafundi Spánverja og frásagnir landkönnuða, íslensku gamanþáttaröðina Sigtið, franska skáldsagnahöfundinn Emmanuel Carrère og greinasafn Karls Popper, Ský og klukkur.
Ritstjórar Ritsins að þessu sinni eru þau Ásdís R. Magnúsdóttir og Þröstur Helgason.

Útgáfuár: 
2011
Blaðsíðufjöldi: 
243
ISBN: 
978-9979-54-934-5
Verknúmer: 
U201147
Verð: 
3290