Háskóli Íslands

Ritið: 1/2003 - Áróður - Tímarit Hugvísindastofnunar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Verð: 
ISK 2800 - Kilja
Háskóli Íslands

Aðalþema þessa heftis er áróður. Þau Álfrún Gunnlaugsdóttir, Ólafur Páll Jónsson, Gauti Kristmannsson og Margrét Jónsdóttir skrifa um áróður hvert með sínum hætti og setja í samband við stjórnmálaumræðu og stjórnmálabaráttu fyrr og nú. Ólafur Páll tekur sérstaklega á umræðum um virkjanamál hér á landi og greinir lýðræðishugmyndirnar sem búa að baki viðhorfum sumra stjórnmálamanna.

Í Ritinu birtast nú í fyrsta sinn greinar um bækur, en ætlunin er að slíkar greinar verði framvegis fastur liður í tímaritinu. Þorgerður E. Sigurðardóttir fjallar um skáldsögur Guðrúnar Evu Mínervudóttur og Magnús Fjalldal skrifar um nýútkomna þýðingu Erlings E. Halldórssonar á Kantaraborgarsögum. Þýðingar á lykilgreinum á sviði hugvísinda hafa frá upphafi verið fastur þáttur í útgáfu Ritsins, en með því móti er mikilvægum skrifum komið á framfæri við íslenska lesendur auk þess sem þýðingarnar eru framlag til að móta fræðiumræðu á íslensku. Að þessu sinni birtast þýðingar Gunnars Harðarsonar á þremur greinum um heimspeki lista eftir heimspekingana Arthur Danto, George Dickie og Morris Weitz. Þorsteinn Þorsteinsson er höfundur greinar um kvæði Sigfúsar Daðasonar Myndsálir og túlkar það bæði útfrá bókmenntakenningum og setur í samband við pólitískar hræringar samtíma þess, sem sumar snertu höfundinn beint. Ritið birtir að jafnaði myndir samtímaljósmyndara með greinum um þema hvers heftis. Það er Ragnar Axelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu sem er ljósmyndari þessa heftis, en ljósmyndir hans frá virkjanasvæðinu við Kárahnjúka hafa verið áberandi innlegg í umræðuna um virkjanir á hálendinu.

Hægt er að gerast áskrifandi að Ritinu á vefsíðu þess: www.hugvis.hi.is/ritid

Blaðsíðufjöldi: 
0
Útgáfuár: 
2003
ISBN: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200341
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is